Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2025 11:00 Fyrirliðinn Jordan Henderson og félagar hans í Ajax leyndu ekki vonbrigðum sínum í gærkvöld. Eftir tvö stig úr síðustu fjórum leikjum þurfa þeir nú að treysta á hjálp í lokaumferðinni til að geta orðið Hollandsmeistarar. Getty Fyrir mánuði síðan virtist Ajax svo gott sem búið að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í fótbolta. Keppinautarnir í PSV höfðu játað sig sigraða. Við tók ævintýralegt, sögulega slæmt klúður Ajax-manna sem nú þurfa að treysta á hjálp Íslendinga í lokaumferðinni. Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar? Hollenski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ajax vann PSV 2-0 á útivelli 30. mars og þá þegar viðurkenndu leikmenn PSV að baráttan um meistaratitilinn væri búin. „Núna höfum við tapað tvisvar fyrir Ajax á leiktíðinni. Þetta mót er búið. Við höndluðum greinilega ekki pressuna. Ajax var betra liðið en við köstuðum þessu bara frá okkur sjálfir. Núna verðum við eð ná 2. sæti, annars þurfum við að fara í undankeppnina fyrir Meistaradeild Evrópu,“ sagði Noa Lang, kantmaður PSV, og fyrirliði liðsins, Luuk de Jong tók í sama streng: „Níu stig eru of mikið. Ég held að það hafi aldrei gerst í sögunni að lið vinni upp svona forskot þegar það eru svona fáir leikir eftir,“ sagði De Jong. En honum skjátlaðist. Brynjólfur átti þátt í að skapa ærandi fögnuð PSV Ajax vann reyndar næstu tvo leiki og var því enn með níu stiga forskot (og gat náð tólf stiga forskoti) þegar liðið mætti Utrecht á útivelli 20. apríl. Þar hófst martröð liðsins. Utrecht vann 4-0 og Ajax hefur núna aðeins fengið tvö stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Á meðan hefur PSV verið á svakalegu flugi og er eftir dramatískt gærkvöld einu stigi fyrir ofan Ajax þegar ein umferð er eftir. Sigur gegn Groningen í gær hefði breytt öllu fyrir Ajax og liðið var 2-1 yfir fram á níundu mínútu uppbótartíma, og heimamenn í Groningen búnir að missa mann af velli með rautt spjald, þegar Thijmen Blokzijl rak rýting í hjarta Ajax-manna. Það ærði stuðningsmenn PSV skiljanlega af gleði. PSV fans & staff after hearing Ajax conceded in the 99th minute:😭😭😭😂 pic.twitter.com/f9eIhGfszK— Mystershirt 👕📦 (@Mystershirt) May 14, 2025 Íslendingur átti sinn þátt í þessu jöfnunarmarki Groningen því Brynjólfur Willumsson krækti í aukaspyrnuna sem það kom upp úr. Groningen sendi alla sína menn fram, þar á meðal markvörðinn Etienne Vaessen sem bjó til smálæti í teignum áður en boltinn endaði svo í netinu. Lætin héldu reyndar áfram eftir leik og á myndbandi sést Vaessen kýla mann úr þjálfarateymi Ajax. Dómari leiksins lyfti engum spjöldum en ljóst er að málið verður rannsakað. Vaessen die vol inslaat op iemand die op de grond ligt. Ik neem aan dat dit een serieus staartje krijgt @KNVB pic.twitter.com/njve4sJYFl— Tim (@Tim_TLBL) May 14, 2025 Stoppa Nökkvarnir PSV? Þrátt fyrir allt á Ajax enn möguleika fyrir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn. Liðið verður auðvitað að vinna Twente á heimavelli en svo þarf að treysta á að Sparta Rotterdam komi í veg fyrir sigur PSV. Sparta Rotterdam hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að Íslendingarnir Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson komu til félagsins í lok janúar, laust úr fallhættu og í 11. sæti deildarinnar. Kristian og Nökkvi hafa skorað tvö mörk hvor og hver veit nema annar þeirra bjargi Ajax frá því að fá nafn sitt skráð í sögubækurnar yfir mestu meistaratitilsklúður sögunnar?
Hollenski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira