Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar 15. maí 2025 16:01 „Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki annað en velt fyrir mér virðingu þeirra sem leika þennan leik gagnvart tíma fólks sem starfar á Alþingi.“ Svona másar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sig hása í grein á Vísi fyrr í dag þar sem hún viðurkennir að hún sé enn að reyna að skilja hvernig lýðræðisleg umræða gengur fyrir sig á Alþingi. Og það er ekkert að því. Hún er nýr þingmaður – rétt eins og ég – og saman munum við ná tökum á þessu með tíð og tíma. Yfirlæti ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er slíkt að stjórnarmeirihlutinn kemst ekki yfir það að lýðræðisleg umræða fari yfir höfuð fram um öll fallegu málin þeirra. Svo mjög að er farið loftköstum þegar tekist er á um risastór mál eins og veiðigjöldin og talað um Íslandsmet í málþófi. Þar gleymist þátttaka meirihlutans, sem tók afar virkan þátt í umræðunni þannig samhentur var þingheimur að bæta það met. Á meðan ríkisstjórnin hefur velt fyrir sér öflugum málflutning minnihlutans – eitthvað sem þingmenn voru lýðræðislega kjörnir til að gera – höfum við bent á hversu litla virðingu ríkisstjórnin ber fyrir Alþingi. Svikin loforð, ítrekuð brot á hefðum og venjum, svo ekki sé minnst á mætingu meirihlutans til vinnu á laugardaginn var. Þingfund sem meirihlutinn boðaði til. Ása másar sig hása er hún spyr hvernig þingmenn „sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun“. Fólkið í landinu vill að mætt sé til vinnu og að þingmenn taki málin alvarlega. Hún ætti kannski að líta sér nær og spyrja einn þingmann í sínum flokki, hvers vegna hann tók golfmót fram yfir þingfund á laugardaginn var, þegar hið risastóra veiðigjaldamál var til umræðu. Ég spyr mig hvernig þingmenn sem kjósa að nýta tímann sinn með þessum hætti geti horft framan í fólkið í landinu sem greiðir okkur himinhá laun? Hvað finnst þér? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar