„Rússland vill augljóslega stríð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 10:45 Kaja Kallas ávarpaði árlegu lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit á þriðjudaginn. AP/Ritzau/Claus Rasmussen Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas. Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas.
Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila