„Rússland vill augljóslega stríð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 10:45 Kaja Kallas ávarpaði árlegu lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit á þriðjudaginn. AP/Ritzau/Claus Rasmussen Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas. Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas.
Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira