Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 15:54 Katie Cousins og stöllur í Þrótti eru í toppmálum í Bestu deildinni. vísir/anton Sólin skein á AVIS-vellinum í Laugardalnum þegar Þróttur tók á móti FH í 6. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur mættu ákveðnar til leiks og kláruðu verkefnið af miklu öryggi, 4–1. Leikurinn var nánast búinn áður en hann byrjaði – tvö mörk á fyrstu sex mínútunum settu tóninn og FH náði aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn. Þróttur heldur því áfram að sækja stig af miklu öryggi og sendir skýr skilaboð til annarra toppliða deildarinnar. Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á 3. mínútu með marki frá Freyju Karín Þorvarðardóttur. Unnur Dóra Bergsdóttir bætti við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. FH náði að minnka muninn í 2–1 með marki frá Thelmu Karen Pálmadóttur á 24. mínútu, en Þróttur svaraði fljótt með tveimur mörkum til viðbótar fyrir hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði úr þröngu færi og Freyja Karín bætti við sínu öðru marki rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill og markalaus. Þrátt fyrir ágætis tilraunir FH í seinni hálfleik, þá héldu Þróttarar fengnum hlut og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Atvik leiksins Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi. Eftir þriggja mínútna leik var FH í raun búið að gefa Þrótti. Samskiptaleysi FH og ákveðni Freyju Karínar sköpuðu markið og FH strax búnar að grafa sér holu. Eftir þetta var ekki aftur snúið þrátt fyrir ágætis tilraunir FH um miðbik fyrri hálfleiks til að taka stjórnuna. Þróttarar réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins voru án efa Freyja Karín Þorvarðardóttir sem skoraði tvö mörk og skapaði stöðuga ógn. Einnig var Þórdís Elva Ágústsdóttir sem átti stórgott mark og var sívinnandi á miðjunni. Í liði FH var Thelma Karen Pálmadóttir bjartasti punkturinn með gott einstaklingsframtak í marki gestanna. Skúrkar leiksins voru helst varnarleikur FH sem átti í miklum vandræðum með hápressu Þróttar og misstu boltann oft á hættulegum svæðum. Dómararnir Dómgæslan var almennt traust og dómarateymið hélt góðu flæði í leiknum. Þó voru nokkur atvik sem vöktu athygli. Sérstaklega þegar Þróttarar vildu fá vítaspyrnu eftir að Katie fór niður í teignum í fyrri hálfleik en það var hárréttur dómur hjá dómara leiksins. Öll stór atvik voru því rétt. Stemningin og umgjörð Stemningin á Þróttarvelli var lífleg og stuðningsmenn heimaliðsins létu vel í sér heyra, sérstaklega eftir mörkin sem komu snemma. Veðrið lék við leikmenn og áhorfendur, og umgjörðin var til fyrirmyndar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH
Sólin skein á AVIS-vellinum í Laugardalnum þegar Þróttur tók á móti FH í 6. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur mættu ákveðnar til leiks og kláruðu verkefnið af miklu öryggi, 4–1. Leikurinn var nánast búinn áður en hann byrjaði – tvö mörk á fyrstu sex mínútunum settu tóninn og FH náði aldrei að vinna sig almennilega inn í leikinn. Þróttur heldur því áfram að sækja stig af miklu öryggi og sendir skýr skilaboð til annarra toppliða deildarinnar. Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og komust yfir strax á 3. mínútu með marki frá Freyju Karín Þorvarðardóttur. Unnur Dóra Bergsdóttir bætti við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar. FH náði að minnka muninn í 2–1 með marki frá Thelmu Karen Pálmadóttur á 24. mínútu, en Þróttur svaraði fljótt með tveimur mörkum til viðbótar fyrir hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði úr þröngu færi og Freyja Karín bætti við sínu öðru marki rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var tíðindalítill og markalaus. Þrátt fyrir ágætis tilraunir FH í seinni hálfleik, þá héldu Þróttarar fengnum hlut og sigldu sigrinum örugglega í höfn. Atvik leiksins Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi. Eftir þriggja mínútna leik var FH í raun búið að gefa Þrótti. Samskiptaleysi FH og ákveðni Freyju Karínar sköpuðu markið og FH strax búnar að grafa sér holu. Eftir þetta var ekki aftur snúið þrátt fyrir ágætis tilraunir FH um miðbik fyrri hálfleiks til að taka stjórnuna. Þróttarar réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins voru án efa Freyja Karín Þorvarðardóttir sem skoraði tvö mörk og skapaði stöðuga ógn. Einnig var Þórdís Elva Ágústsdóttir sem átti stórgott mark og var sívinnandi á miðjunni. Í liði FH var Thelma Karen Pálmadóttir bjartasti punkturinn með gott einstaklingsframtak í marki gestanna. Skúrkar leiksins voru helst varnarleikur FH sem átti í miklum vandræðum með hápressu Þróttar og misstu boltann oft á hættulegum svæðum. Dómararnir Dómgæslan var almennt traust og dómarateymið hélt góðu flæði í leiknum. Þó voru nokkur atvik sem vöktu athygli. Sérstaklega þegar Þróttarar vildu fá vítaspyrnu eftir að Katie fór niður í teignum í fyrri hálfleik en það var hárréttur dómur hjá dómara leiksins. Öll stór atvik voru því rétt. Stemningin og umgjörð Stemningin á Þróttarvelli var lífleg og stuðningsmenn heimaliðsins létu vel í sér heyra, sérstaklega eftir mörkin sem komu snemma. Veðrið lék við leikmenn og áhorfendur, og umgjörðin var til fyrirmyndar.
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast