Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 14:51 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna en fær þó full laun í ár í viðbót. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?