Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2025 12:01 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Sigurjón Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um róttækar breytingar á byggingareftirliti. Grundvallaratriði sé að tryggja rétt kaupenda sem kaupi fasteignir í gölluðum nýbyggingum. Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“ Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Húsnæðis -og mannvirkjastofnun kynnti í vikunni nýjan vegvísi um breytt byggingareftirlit vegna tíðra galla líkt og lekavandræða í nýbyggingum. Þar eru lagðar til róttækar breytingar á eftirlitinu og meðal annars gert ráð fyrri því að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til óháðra skoðunarstofa á markaði auk þess sem lagt er til að sérstök byggingartrygging verði tekin upp í stað núverandi starfsábyrgðatryggingar. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögurnar. „Og það er orðið löngu tímabært að fara að tryggja neytendum öryggi gagnvart því að fjárfesta í dýrustu fjárfestingu okkar allra sem erum svona meginþorri almennings, við megum náttúrulega gera ráð fyrir því að við séum að fá vatns- og vindheldar eignir og að eignin okkar sé ekki orðin ónýtt jafnvel eftir tíu ár.“ Á sama tíma þurfi að einfalda byggingaregluverk og tryggja uppbyggingu húsnæðis. Inga segist telja að eftirlit verði betur tryggt sé það innt af hendi af skoðunarstofum á markaði. „Þetta verður sjálfstæð útttekt sem verður þá í raun já, hlýtur að vera síður hlutdræg ef svo má að orði komast, við viljum nú gjarnan ekki að sá sem ræni bílnum dæmi í því sjálfur, þannig við erum nú að reyna að sjá það sem við förum öll fram á, reyna að hafa hlutina eins skilvirka og hugsast getur, hlutlausa ef svo má að orði komast, þannig það verði tryggt að neytandinn fái að njóta vafans.“ Ráðherra segist munu gera sitt til þess að koma tillögunum til framkvæmda. Tillaga að nýrri byggingatryggingu sé grundvöllur þess að réttur neytenda verði tryggður. „Til þess einmitt að tryggja það að byggingaverktakinn geti staðið við þær skuldbindingar sem hann gefur kaupanda sínum með því að byggja fyrir hann fasteign.“
Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira