Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Bestu deild karla og Lög­mál leiksins

Smári Jökull Jónsson skrifar
Blikar verða í eldlínunni í kvöld.
Blikar verða í eldlínunni í kvöld. vísir/Hulda Margrét

Það verða áhugaverðir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld. Stúkan verður á sínum stað og þá verður farið yfir málin í NBA-deildinni þar sem leikar eru farnir að æsast.

Stöð 2 Sport

Leikur Breiðabliks og Vals í Bestu deild karla verður í beinni útsendingu frá Kópavogsvelli klukkan 19:00. Strax að leik loknum hefst Stúkan þar sem Gummi Ben ásamt sérfræðingum fer yfir síðustu umferð deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins verða sýnd klukkan 20:00 en þar verður farið yfir úrslitakeppnina í NBA-deildinni en nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum bæði Austur- og Vesturdeildar.

Stöð 2 Sport 5

Stjarnan tekur á móti Víkingi í Bestu deild karla en leikurinn fer í loftið klukkan 19:00.

Besta deildin

Leikur ÍA og FH í Bestu deildinni verður sýndur beint klukkan 17:50.

Vodafone Sport

Stórleikur Magdeburg og Hannover Burgdorf í þýska handboltanum verður í beinni klukkan 17:55 en þar verða Íslendingar í eldlínunni í þessum toppslag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×