Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar 19. maí 2025 15:30 Fréttir af fyrirhuguðum viðræðum menningarráðuneytisins við ljósvaka og fjarskiptafyrirtækið Sýn um aðkomu Ríkisins að því að greiða fyrir almannasjónvarp er ágætlega fyrirferðarmikið í umræðunni um sjónvarps þessa daganna, en samkvæmt núgildandi lögum er Ríkisútvarpið eitt um að fá til sín milljarða árlega úr vösum skattborgara til að halda uppi sjónvarpi í almannaþágu, hvað svo sem það nú er. En hvað felst í þessu eiginlega? Jú, að mati undirritaðs er Sýn hf eðli málsins samkvæmt að reyna fyrir sér með að fá eitthvað brot af því sem lagt er til RÚV árlega og lái ég þeim það ekki, sjálfsagt að reyna, en nýverið sendi Fjölmiðlanefnd erindi til allra ljósvakamiðla til að undirstrika eftirfarandi: Minnt er á ákvæði 30. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um skyldur fjölmiðlaveitna sem miðla myndefni til að gera þjónustu sína aðgengilega sjón- og heyrnarskertum, auk þeirra sem búa við þroskaröskun. Jafnframt er vakin athygli á ákvæði 2. mgr. 31. gr. laganna um skyldur fjölmiðlaveitna við vissar aðstæður til að tryggja aðgengi sjón- og heyrnarskertra að miðlun tilkynninga vegna almannaheilla. Þannig að ef ljósvakamiðlum er skylt að koma upplýsingum hvort eð er til almennings hvers vegna er þá verið að sækja þetta til Ríkisins? Jú, niðurgreitt dagskrárefni, styrkt af Ríkinu þannig að hægt sé að „fara norsku leiðina“ en miðlar í löndunum í kringum okkur njóta góðs af ýmsum leiðum á kostnað Ríkis og annarra til að standa undir ljósvakarekstri. En Sýn rekur jú læstar sjónvarps rásir sem opnast með áskriftargjöldum, á meðan RÚV er opið öllum enda hvílir sú skylda á þeim að koma sjónvarpi og útvarpi til allra landsmanna. Ástæða þess að ég fylgist með svona umræðu er að ég er áhugamaður um sjónvarp. Ég „rek“ eina pínulitla sjónvarpsstöð úr bílskúrnum mínum heima sem áhugamál, því það er alveg ljóst að þó ég hefði hundrað manns í vinnu og væri á milljón að framleiða sjónvarpsefni og væri með auglýsingadeild væri ég örugglega að ströggla eins og Sýn og væri eflaust að reyna að veiða styrki hér og þar vegna fáránlegs rekstrarumhverfis við einmitt RÚV og talandi um það, ég hef reynt mikið en aldrei fengið svo mikið sem eina einustu krónu í neinskonar styrk og er ekkert mikið að væla yfir því, þó mér finnist það auðvitað skítt að allskonar bull sé að hljóta styrki út og suður, en kannski er það bara gamla góða einkavinarvæðingin hér á landi sem ávallt sér um sína. Hver veit, en allavega mitt litla bílskúrssjónvarp Skjár 1 skilgreinir sig sem sjónvarp í almannaþágu, en af mörgum er hlutverk slíkra miðla talið hafa það meginhlutverk að hafa þá skuldbindingu að leiðarljósi að forðast pólitísk og viðskiptaleg áhrif auk þess að vera án kostnaðar við almenning og öllum landsmönnum aðgengilegt. Þó opinberar útvarps og sjónvarpsstöðvar njóti fjármögnunar frá ýmsum aðilum, þar á meðal með leyfisgjöldum, þá á það sama ekki við um einkarekna miðla, eins og allir vita. Skjár 1 sem stolt sjónvarp í almannaþágu þarf að reiða sig á að standa undir sínum rekstrarkostnaði með einstaklingsframlögum og framlögum fyrirtækja, jafnvel opinberri fjármögnun og sölutryggingu fyrirtækja í formi auglýsingabirtinga, sem hefur aldrei raungerst. Skjár 1 sendir dagskrá sína út um IOS öpp fyrir Appel Tv, Iphone & Ipad, auk Android fyrir sjónvörp, síma og spjaldtölvur og um eigin stafræna CDN dreifileið um vefspilara í samstarfi við erlenda samstarfsaðila. Rekstrarkostnaður stöðvarinnar felst í kaupum á efnisrétti (sýningarréttur fyrir sjónvarp) íslenskum þýðingum, vinnslu og textun myndefnis, tækjakosti og útsendingum sjónvarpsefnis um sérhæfðar stafrænar tæknilausnir (öppum) fyrir hin ýmsu snjall tæki og Skjár 1 innheimtir hvorki gjald fyrir áhorf né „myndlyklaaðgengi“ um öppin. Þannig að ef ráðuneyti menningarmála vill styrkja innlent almannasjónvarp þá mega þeir endilega hafa samband við mig, ég er í símaskránni og skal gjarnan sýna íslenskar bíómyndir og sjónvarpsþætti með styrk frá Ríkinu. Bara bjalla á kallinn og þetta dettur frítt inn fyrir alla, á línulegum sýningartíma klukkan 5,7,9,11 og eitt eftir miðnætti. Höfundur er áhugamaður um sjónvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fréttir af fyrirhuguðum viðræðum menningarráðuneytisins við ljósvaka og fjarskiptafyrirtækið Sýn um aðkomu Ríkisins að því að greiða fyrir almannasjónvarp er ágætlega fyrirferðarmikið í umræðunni um sjónvarps þessa daganna, en samkvæmt núgildandi lögum er Ríkisútvarpið eitt um að fá til sín milljarða árlega úr vösum skattborgara til að halda uppi sjónvarpi í almannaþágu, hvað svo sem það nú er. En hvað felst í þessu eiginlega? Jú, að mati undirritaðs er Sýn hf eðli málsins samkvæmt að reyna fyrir sér með að fá eitthvað brot af því sem lagt er til RÚV árlega og lái ég þeim það ekki, sjálfsagt að reyna, en nýverið sendi Fjölmiðlanefnd erindi til allra ljósvakamiðla til að undirstrika eftirfarandi: Minnt er á ákvæði 30. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um skyldur fjölmiðlaveitna sem miðla myndefni til að gera þjónustu sína aðgengilega sjón- og heyrnarskertum, auk þeirra sem búa við þroskaröskun. Jafnframt er vakin athygli á ákvæði 2. mgr. 31. gr. laganna um skyldur fjölmiðlaveitna við vissar aðstæður til að tryggja aðgengi sjón- og heyrnarskertra að miðlun tilkynninga vegna almannaheilla. Þannig að ef ljósvakamiðlum er skylt að koma upplýsingum hvort eð er til almennings hvers vegna er þá verið að sækja þetta til Ríkisins? Jú, niðurgreitt dagskrárefni, styrkt af Ríkinu þannig að hægt sé að „fara norsku leiðina“ en miðlar í löndunum í kringum okkur njóta góðs af ýmsum leiðum á kostnað Ríkis og annarra til að standa undir ljósvakarekstri. En Sýn rekur jú læstar sjónvarps rásir sem opnast með áskriftargjöldum, á meðan RÚV er opið öllum enda hvílir sú skylda á þeim að koma sjónvarpi og útvarpi til allra landsmanna. Ástæða þess að ég fylgist með svona umræðu er að ég er áhugamaður um sjónvarp. Ég „rek“ eina pínulitla sjónvarpsstöð úr bílskúrnum mínum heima sem áhugamál, því það er alveg ljóst að þó ég hefði hundrað manns í vinnu og væri á milljón að framleiða sjónvarpsefni og væri með auglýsingadeild væri ég örugglega að ströggla eins og Sýn og væri eflaust að reyna að veiða styrki hér og þar vegna fáránlegs rekstrarumhverfis við einmitt RÚV og talandi um það, ég hef reynt mikið en aldrei fengið svo mikið sem eina einustu krónu í neinskonar styrk og er ekkert mikið að væla yfir því, þó mér finnist það auðvitað skítt að allskonar bull sé að hljóta styrki út og suður, en kannski er það bara gamla góða einkavinarvæðingin hér á landi sem ávallt sér um sína. Hver veit, en allavega mitt litla bílskúrssjónvarp Skjár 1 skilgreinir sig sem sjónvarp í almannaþágu, en af mörgum er hlutverk slíkra miðla talið hafa það meginhlutverk að hafa þá skuldbindingu að leiðarljósi að forðast pólitísk og viðskiptaleg áhrif auk þess að vera án kostnaðar við almenning og öllum landsmönnum aðgengilegt. Þó opinberar útvarps og sjónvarpsstöðvar njóti fjármögnunar frá ýmsum aðilum, þar á meðal með leyfisgjöldum, þá á það sama ekki við um einkarekna miðla, eins og allir vita. Skjár 1 sem stolt sjónvarp í almannaþágu þarf að reiða sig á að standa undir sínum rekstrarkostnaði með einstaklingsframlögum og framlögum fyrirtækja, jafnvel opinberri fjármögnun og sölutryggingu fyrirtækja í formi auglýsingabirtinga, sem hefur aldrei raungerst. Skjár 1 sendir dagskrá sína út um IOS öpp fyrir Appel Tv, Iphone & Ipad, auk Android fyrir sjónvörp, síma og spjaldtölvur og um eigin stafræna CDN dreifileið um vefspilara í samstarfi við erlenda samstarfsaðila. Rekstrarkostnaður stöðvarinnar felst í kaupum á efnisrétti (sýningarréttur fyrir sjónvarp) íslenskum þýðingum, vinnslu og textun myndefnis, tækjakosti og útsendingum sjónvarpsefnis um sérhæfðar stafrænar tæknilausnir (öppum) fyrir hin ýmsu snjall tæki og Skjár 1 innheimtir hvorki gjald fyrir áhorf né „myndlyklaaðgengi“ um öppin. Þannig að ef ráðuneyti menningarmála vill styrkja innlent almannasjónvarp þá mega þeir endilega hafa samband við mig, ég er í símaskránni og skal gjarnan sýna íslenskar bíómyndir og sjónvarpsþætti með styrk frá Ríkinu. Bara bjalla á kallinn og þetta dettur frítt inn fyrir alla, á línulegum sýningartíma klukkan 5,7,9,11 og eitt eftir miðnætti. Höfundur er áhugamaður um sjónvarp.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar