Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 12:47 Viðar Halldórsson gagnrýnir Brynjar Karl Sigurðsson í pistli á Vísi eftir að hafa mátt þola opinberar ásakanir frá Brynjari um lygar og mannorðsmorð. Samsett Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með tilraunum sínum á börnum og ungmennum. Viðar kveðst ekki lengur geta setið undir ásökunum Brynjars um lygar og „mannorðsmorð“. Þetta kemur fram í pistli Viðars á Vísi í dag sem ber yfirskriftina: „Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans“. Viðar gagnrýndi þjálfunaraðferðir Brynjars Karls í öðrum pistli fyrir rúmum fjórum árum síðan, eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var sýnd, og sagði þær ganga gegn „fræðilegri þekkingu vísindasamfélagsins, hagnýtri þekkingu íþróttasamfélagsins, stefnu íþróttayfirvalda, skipulagi íþróttastarfs hér á landi og þeirri íþróttamenningu sem hér ríkir.” Viðar kveðst „lítið sem ekkert“ hafa tjáð sig um Brynjar og hans störf síðan þá en sá ekki annan kost eftir framboðsræðu Brynjars Karls á Íþróttaþingi ÍSÍ um helgina, þar sem Brynjar sakaði Viðar um „mannorðsmorð“. Brynjar var á þinginu sem einn af fimm frambjóðendum til forseta ÍSÍ en hlaut ekkert atkvæði. Í ræðu sinni sagði Brynjar, sem áður þjálfaði ungar stelpur hjá Stjörnunni og ÍR, að frá stofnun körfuboltafélagsins Aþenu sumarið 2019 hefði ÍSÍ „lagt félagið í einelti“ og bætti við: „En af hverju? Sárt keppnisskap, móðgun, kerfislægt valdníð eða trúði ÍSÍ virkilega sínum mestu varðhundum, Hafrúnu Kristjánsdóttur og Víði Halldórssyni [*], sem gerðu þau mistök að gagnrýna allt án þess að hafa kynnt sér eitt eða neitt, en hófu í staðinn skipulagt mannorðsmorð með lygum og óhróðri sem stendur enn yfir eftir næstum átta ár?“ Ræðuna má sjá hér að neðan. Í nýjum pistli sínum ítrekar Viðar gagnrýni sína á þjálfunaraðferðir Brynjars og segir fræðafólki í raun skylt að blanda sér í umræðuna og upplýsa fólk, þegar grunur leiki á að ryki sé þyrlað í augu þess. „Þjálfarinn og fylgisfólk hans byggja sína aðför að mér á því engu að síður á að ég hafi ekki kynnt mér málin og skilji því ekki snilldina í aðferðum þjálfarans. Að ég vaði villu vegar og viti ekkert um hvað ég er að tala. Ég er á öðru máli, sennilega þar sem beiti öðru og gagnrýnna sjónarhorni. Umræddri heimildarmynd var ætlað, og veitti innsýn í þjálfunaraðferðir þjálfarans, sem hann hefur alla tíð síðan talað fyrir og gengist stoltur við. Þannig má álykta að myndin hafi sýnt réttmæta mynd af þeim þjálfunaraðferðum sem þjálfarinn beitir,“ skrifar Viðar sem hreifst síður en svo af þeim aðferðum og kveðst að auki hafa viljað kynna sér málið betur og komist í samband við fólk sem lýsti allt annarri mynd af afleiðingum aðferða Brynjars en sýnd var í Hækkum rána. Sjónarhorn stúlkna með sár á sálinni hafi ekki komið fram „Það fólk sem ég komst í samband við tengdist málinu og þjálfaranum með einum eða öðrum hætti og átti það sameiginlegt að þekkja vel til þjálfarans og vinnubragða hans. Allt þetta fólk hafði svipaða sögu að segja, að myndin veitti ekki einungis góða innsýn í aðferðir þjálfarans heldur að málin væru í mörgum tilvikum alvarlegri en kom fram í myndinni. Sumir hvöttu mig til að stíga fram og gagnrýna aðferðir þjálfarans því það væri mikilvægt að einhver, eins og einhver í minni stöðu, myndi benda á að ekki væri endilega allt með felldu. Gagnrýni mín varð því hvassari, ef eitthvað er, eftir að hafa leitað mér frekari upplýsinga en upphaflega stóð til eftir áhorf myndarinnar. Til að mynda komu sjónarhorn fórnarlamba þjálfunaraðferða þjálfarans og háttsemi hans, þeirra ungu stúlkna sem hröktust úr körfuboltanum, jafnvel með sár á sálinni, ekki fram í myndinni. Myndin sagði eingöngu sögu sigurvegaranna en ekki hinna sem var fórnað á þeirra kostnað. En þjálfarinn hefur ítrekað gert lítið úr upplifunum þeirra á öðrum vettvangi. Með öðrum orðum þá hefði frekar verið hægt að gagnrýna mig ef ég hefði farið og fylgst með æfingum hjá þjálfaranum og þeim iðkendum sem eftir voru, en hunsað hin óæskilegu fórnarlömb tilraunarinnar sem ekki stóðust forsendur hennar. Það er fullkomlega réttmætt að koma sjónarhornum annarra en sigurvegaranna til skila. Að þau börn eigi sér málsvara var mikilvægt inntak gagnrýni minnar,“ skrifar Viðar. Hann segir Brynjar og hans fylgisfólk ítrekað hafa afvegaleitt umræðuna um kjarna þeirrar gagnrýni sem hann og fleiri hafi sett fram, og að mati Viðars stundað harkalegan rógburð gegn gagnrýnendum. „Geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum“ Allt sé gert til að afvegaleiða málið sem í huga Viðars er skýrt: „Kjarni gagnrýni minnar á aðferðir og háttsemi þjálfarans er sá að einstaklingar geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum og ungmennum í íþróttum. Tilraunastarfsemi sem gengur gegn viðurkenndri þekkingu vísinda og almennu siðferði, og getur haft í för með sér alvarlegar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir heilsu og velferð iðkenda. Hvort sem þær afleiðingar eru líkamlegs, andlegs, eða félagslegs eðlis, og hvort þær koma fram strax eða síðar. Þessar forsendur tel ég vera óumdeildar, ekki síst í vestrænu velferðarsamfélagi þar sem íþróttastarf er styrkt með opinberu fjármagni. Í vísindaheiminum, þar sem ég starfa, þurfa slíkar tilraunir til að mynda að hljóta samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar að vel athuguðu máli þar sem rannsakandur þurfa að gera viðeigandi skil á forsendum, framgangi og niðurstöðum slíkrar tilraunastarfsemi til þar til bærra aðila. Allt til að tryggja að þátttakendur eigi ekki í hættu að hljóta skaða af þátttöku í slíkri tilraunastarfsemi. Það þykir alvarlegt mál ef einhverjir þátttakendur í vísindatilraunum hljóta skaða af þátttöku sinni, það sama gildir auðvitað um íþróttir, og þá sérstaklega þegar um börn er að ræða. Sú gagnrýni sem ég setti fram í greininni minni á sínum tíma hefur því miður verið staðfest á undanförnum árum, og þá helst af þjálfaranum sjálfum og nú síðast í skýrslu samskiptafulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um var að ræða óboðlega tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum. Gagnrýni mín á slíkar aðferðir stendur nú sem fyrr. Það er með öðrum orðum ekki forsvaranlegt fyrir íþróttahreyfingu, sem haldið er uppi af opinberu fé ríkis og sveitarfélaga, að gera þjálfun barna og ungmenna að einkamáli einstaka þjálfara. Þannig gildir einu hvaða trú þjálfarinn og fylgisfólk hans hefur á þeim aðferðum sem þjálfarinn beitir. Því þrátt fyrir að þjálfarar þurfi ekki allir að vera steyptir í sama mót og það sé æskilegt og réttmætt að þeir leiti leiða til framfara og framþróunar, þá er aðhald sem byggist á forsendum bestu þekkingar fræða og vísinda, sem og siðferðis og reynslu hvers tíma, nauðsynleg og eðlileg forsenda í öllu barna- og ungmennastarfi. Svo notast sé við myndlíkingu þá getur vettvangur íþróttastarfsins ekki verið eins og í villta vestrinu, þar sem engin lög, reglur, eða viðmið gilda. Slíkt væri ábyrgðarlaust,“ skrifar Viðar og bætir við: Frábiður sér tal um mannorðsmorð „Ég trúi jafnframt ekki öðru en að foreldar barna og ungmenna hljóti að gera þá kröfu að þjálfarar þeirra í íþróttum sýni almennt velsæmi í samskiptum sínum, hvort sem er við iðkendur eða annað fólk í samfélaginu. Sú krafa fylgir því starfi að vera fyrirmynd fyrir börn og ungmenni, og gildir þá einu hvaða þjálfari á í hlut. Að lokum frábið ég mér allt tal um „skipulagt mannorðsmorð” og „lygar og óhróður” af minni hálfu í garð þjálfarans og hans fólks. Þær ásakanir þjálfarans eru úr lausu lofti gripnar og ummælin dæma sig sjálf. Ég hef að öllu framansögðu ekkert að ræða við þjálfara sem tekur ekki rökum og ræðst að gagnrýnendum sýnum með yfirgangi og ærumeiðingum. Virðing er áunnin. Gagnrýni á þjálfara sem annars vegar fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með því að gera tilraunir á börnum og ungmennum, og hinsvegar gagnrýni á háttsemi þjálfara sem ganga gegn almennu velsæmi er bæði eðlileg og réttmæt og verður ekki flúin með afvegaleiðingu og skætingi. Það er kjarni málsins.“ *Eins og fram kemur í pistli Viðars hefur Brynjar ítrekað kallað prófessorinn Víði en ekki Viðar, sem Viðar segir bera merki aðferðar þeirra sem reyni að gera lítið úr andstæðingum sínum með ómálefnalegum hætti. Aþena Tengdar fréttir Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð. 19. maí 2025 10:32 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Viðars á Vísi í dag sem ber yfirskriftina: „Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans“. Viðar gagnrýndi þjálfunaraðferðir Brynjars Karls í öðrum pistli fyrir rúmum fjórum árum síðan, eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var sýnd, og sagði þær ganga gegn „fræðilegri þekkingu vísindasamfélagsins, hagnýtri þekkingu íþróttasamfélagsins, stefnu íþróttayfirvalda, skipulagi íþróttastarfs hér á landi og þeirri íþróttamenningu sem hér ríkir.” Viðar kveðst „lítið sem ekkert“ hafa tjáð sig um Brynjar og hans störf síðan þá en sá ekki annan kost eftir framboðsræðu Brynjars Karls á Íþróttaþingi ÍSÍ um helgina, þar sem Brynjar sakaði Viðar um „mannorðsmorð“. Brynjar var á þinginu sem einn af fimm frambjóðendum til forseta ÍSÍ en hlaut ekkert atkvæði. Í ræðu sinni sagði Brynjar, sem áður þjálfaði ungar stelpur hjá Stjörnunni og ÍR, að frá stofnun körfuboltafélagsins Aþenu sumarið 2019 hefði ÍSÍ „lagt félagið í einelti“ og bætti við: „En af hverju? Sárt keppnisskap, móðgun, kerfislægt valdníð eða trúði ÍSÍ virkilega sínum mestu varðhundum, Hafrúnu Kristjánsdóttur og Víði Halldórssyni [*], sem gerðu þau mistök að gagnrýna allt án þess að hafa kynnt sér eitt eða neitt, en hófu í staðinn skipulagt mannorðsmorð með lygum og óhróðri sem stendur enn yfir eftir næstum átta ár?“ Ræðuna má sjá hér að neðan. Í nýjum pistli sínum ítrekar Viðar gagnrýni sína á þjálfunaraðferðir Brynjars og segir fræðafólki í raun skylt að blanda sér í umræðuna og upplýsa fólk, þegar grunur leiki á að ryki sé þyrlað í augu þess. „Þjálfarinn og fylgisfólk hans byggja sína aðför að mér á því engu að síður á að ég hafi ekki kynnt mér málin og skilji því ekki snilldina í aðferðum þjálfarans. Að ég vaði villu vegar og viti ekkert um hvað ég er að tala. Ég er á öðru máli, sennilega þar sem beiti öðru og gagnrýnna sjónarhorni. Umræddri heimildarmynd var ætlað, og veitti innsýn í þjálfunaraðferðir þjálfarans, sem hann hefur alla tíð síðan talað fyrir og gengist stoltur við. Þannig má álykta að myndin hafi sýnt réttmæta mynd af þeim þjálfunaraðferðum sem þjálfarinn beitir,“ skrifar Viðar sem hreifst síður en svo af þeim aðferðum og kveðst að auki hafa viljað kynna sér málið betur og komist í samband við fólk sem lýsti allt annarri mynd af afleiðingum aðferða Brynjars en sýnd var í Hækkum rána. Sjónarhorn stúlkna með sár á sálinni hafi ekki komið fram „Það fólk sem ég komst í samband við tengdist málinu og þjálfaranum með einum eða öðrum hætti og átti það sameiginlegt að þekkja vel til þjálfarans og vinnubragða hans. Allt þetta fólk hafði svipaða sögu að segja, að myndin veitti ekki einungis góða innsýn í aðferðir þjálfarans heldur að málin væru í mörgum tilvikum alvarlegri en kom fram í myndinni. Sumir hvöttu mig til að stíga fram og gagnrýna aðferðir þjálfarans því það væri mikilvægt að einhver, eins og einhver í minni stöðu, myndi benda á að ekki væri endilega allt með felldu. Gagnrýni mín varð því hvassari, ef eitthvað er, eftir að hafa leitað mér frekari upplýsinga en upphaflega stóð til eftir áhorf myndarinnar. Til að mynda komu sjónarhorn fórnarlamba þjálfunaraðferða þjálfarans og háttsemi hans, þeirra ungu stúlkna sem hröktust úr körfuboltanum, jafnvel með sár á sálinni, ekki fram í myndinni. Myndin sagði eingöngu sögu sigurvegaranna en ekki hinna sem var fórnað á þeirra kostnað. En þjálfarinn hefur ítrekað gert lítið úr upplifunum þeirra á öðrum vettvangi. Með öðrum orðum þá hefði frekar verið hægt að gagnrýna mig ef ég hefði farið og fylgst með æfingum hjá þjálfaranum og þeim iðkendum sem eftir voru, en hunsað hin óæskilegu fórnarlömb tilraunarinnar sem ekki stóðust forsendur hennar. Það er fullkomlega réttmætt að koma sjónarhornum annarra en sigurvegaranna til skila. Að þau börn eigi sér málsvara var mikilvægt inntak gagnrýni minnar,“ skrifar Viðar. Hann segir Brynjar og hans fylgisfólk ítrekað hafa afvegaleitt umræðuna um kjarna þeirrar gagnrýni sem hann og fleiri hafi sett fram, og að mati Viðars stundað harkalegan rógburð gegn gagnrýnendum. „Geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum“ Allt sé gert til að afvegaleiða málið sem í huga Viðars er skýrt: „Kjarni gagnrýni minnar á aðferðir og háttsemi þjálfarans er sá að einstaklingar geta ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að gera öfgafulla og eftirlitslausa tilraunastarfsemi á börnum og ungmennum í íþróttum. Tilraunastarfsemi sem gengur gegn viðurkenndri þekkingu vísinda og almennu siðferði, og getur haft í för með sér alvarlegar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir heilsu og velferð iðkenda. Hvort sem þær afleiðingar eru líkamlegs, andlegs, eða félagslegs eðlis, og hvort þær koma fram strax eða síðar. Þessar forsendur tel ég vera óumdeildar, ekki síst í vestrænu velferðarsamfélagi þar sem íþróttastarf er styrkt með opinberu fjármagni. Í vísindaheiminum, þar sem ég starfa, þurfa slíkar tilraunir til að mynda að hljóta samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar að vel athuguðu máli þar sem rannsakandur þurfa að gera viðeigandi skil á forsendum, framgangi og niðurstöðum slíkrar tilraunastarfsemi til þar til bærra aðila. Allt til að tryggja að þátttakendur eigi ekki í hættu að hljóta skaða af þátttöku í slíkri tilraunastarfsemi. Það þykir alvarlegt mál ef einhverjir þátttakendur í vísindatilraunum hljóta skaða af þátttöku sinni, það sama gildir auðvitað um íþróttir, og þá sérstaklega þegar um börn er að ræða. Sú gagnrýni sem ég setti fram í greininni minni á sínum tíma hefur því miður verið staðfest á undanförnum árum, og þá helst af þjálfaranum sjálfum og nú síðast í skýrslu samskiptafulltrúa Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Um var að ræða óboðlega tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum. Gagnrýni mín á slíkar aðferðir stendur nú sem fyrr. Það er með öðrum orðum ekki forsvaranlegt fyrir íþróttahreyfingu, sem haldið er uppi af opinberu fé ríkis og sveitarfélaga, að gera þjálfun barna og ungmenna að einkamáli einstaka þjálfara. Þannig gildir einu hvaða trú þjálfarinn og fylgisfólk hans hefur á þeim aðferðum sem þjálfarinn beitir. Því þrátt fyrir að þjálfarar þurfi ekki allir að vera steyptir í sama mót og það sé æskilegt og réttmætt að þeir leiti leiða til framfara og framþróunar, þá er aðhald sem byggist á forsendum bestu þekkingar fræða og vísinda, sem og siðferðis og reynslu hvers tíma, nauðsynleg og eðlileg forsenda í öllu barna- og ungmennastarfi. Svo notast sé við myndlíkingu þá getur vettvangur íþróttastarfsins ekki verið eins og í villta vestrinu, þar sem engin lög, reglur, eða viðmið gilda. Slíkt væri ábyrgðarlaust,“ skrifar Viðar og bætir við: Frábiður sér tal um mannorðsmorð „Ég trúi jafnframt ekki öðru en að foreldar barna og ungmenna hljóti að gera þá kröfu að þjálfarar þeirra í íþróttum sýni almennt velsæmi í samskiptum sínum, hvort sem er við iðkendur eða annað fólk í samfélaginu. Sú krafa fylgir því starfi að vera fyrirmynd fyrir börn og ungmenni, og gildir þá einu hvaða þjálfari á í hlut. Að lokum frábið ég mér allt tal um „skipulagt mannorðsmorð” og „lygar og óhróður” af minni hálfu í garð þjálfarans og hans fólks. Þær ásakanir þjálfarans eru úr lausu lofti gripnar og ummælin dæma sig sjálf. Ég hef að öllu framansögðu ekkert að ræða við þjálfara sem tekur ekki rökum og ræðst að gagnrýnendum sýnum með yfirgangi og ærumeiðingum. Virðing er áunnin. Gagnrýni á þjálfara sem annars vegar fara gegn viðurkenndum þjálfunaraðferðum og fræðum með því að gera tilraunir á börnum og ungmennum, og hinsvegar gagnrýni á háttsemi þjálfara sem ganga gegn almennu velsæmi er bæði eðlileg og réttmæt og verður ekki flúin með afvegaleiðingu og skætingi. Það er kjarni málsins.“ *Eins og fram kemur í pistli Viðars hefur Brynjar ítrekað kallað prófessorinn Víði en ekki Viðar, sem Viðar segir bera merki aðferðar þeirra sem reyni að gera lítið úr andstæðingum sínum með ómálefnalegum hætti.
Aþena Tengdar fréttir Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð. 19. maí 2025 10:32 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Að gefnu tilefni – og mér þvert um geð - sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar og hans fylgisfólks í minn garð. 19. maí 2025 10:32
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn