Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 12:48 Björgunarsveitarmenn við störf í mynni Patreksfjarðar. Landsbjörg Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að útkallið í Seyðisfirði hafi komið upp úr klukkan eitt hafi borist tilkynning frá fólkinu sem hafi verið á siglingu á litlum skemmtibát. Bátnum hafði á einhvern hátt hvolft og fólkið sem var um borð, fimm manns, komist á kjöl bátsins. Björgunarsveitin Ísólfur hafi brugðist við þessu og sjósett björgunarbát, Björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupstað auk smærri björgunarbáts björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupstað. Auk þess var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út. Um tuttugu mínútum eftir útkall var búið að bjarga öllum skipverjum um borð í björgunarbát Ísólfs, Árna Vilhjálmsson og var þá öðrum snúið við, skipum, bátum og þyrlu samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Fólkið var samkvæmt tilkynningu flutt í land og varð ekki meint af þessu óhappi. Í kjölfarið fór áhöfn Árna Vilhjálms aftur á slysstað og náði að koma bátnum á réttan kjöl og draga til hafnar. Aðgerðum í Seyðisfirði var lokið upp úr þrjú í nótt. Fjögur útköll vegna strandveiðibáta Síðar, í morgun, bárust svo með skömmu millibili fjögur útköll vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fyrsta útkallið var vegna báts í Faxaflóa, skammt undan Syðra Hrauni, sem hafði orðið fyrir vélarbilun. Skipverji þurfti að drepa á vél bátsins ella hefði sjór flætt inn. Björgunarbáturinn Margrét Guðbrands frá Björgunarfélagi Akraness fór á vettvang og tók bátinn í tog og fer með hann til Akraness. Annað útkallið barst um tíu mínútum síðar vegna báts í Ísafjarðardjúpi sem var án vélarafls. Björgunarsveitin Kofri fór í það verkefni á nýjum björgunarbát sveitarinnar, Svan, og eru skipin nú í mynni Ísafjarðardjúps á leið til lands. Björgunarskipið Vörður II r nú á leið til hafnar á Patreksfirði í þéttri þoku en með fiskibátinn í togi.Landsbjörg Klukkutíma síðar, eða rétt upp úr klukkan átta, barst svo beiðni frá litlum fiskibát í mynni Patreksfjarðar, enn á ný vegna vélarbilunar. Björgunarskipið Vörður II hélt þegar út til aðstoðar og er nú á leið til hafnar á Patreksfirði samkvæmt tilkynningu í þéttri þoku en með bátinn í togi. Og rétt um níu í morgun barst svo fimmta útkallið, þegar áhöfn Hannesar Þ Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði var kölluð út vegna lítils fiskibáts sem staddur var vestur af Syðra Hrauni með bilaða vél. Björgunarsveitir Sjávarútvegur Múlaþing Vesturbyggð Akranes Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Strandveiðar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að útkallið í Seyðisfirði hafi komið upp úr klukkan eitt hafi borist tilkynning frá fólkinu sem hafi verið á siglingu á litlum skemmtibát. Bátnum hafði á einhvern hátt hvolft og fólkið sem var um borð, fimm manns, komist á kjöl bátsins. Björgunarsveitin Ísólfur hafi brugðist við þessu og sjósett björgunarbát, Björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupstað auk smærri björgunarbáts björgunarsveitarinnar Gerpis á Neskaupstað. Auk þess var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út. Um tuttugu mínútum eftir útkall var búið að bjarga öllum skipverjum um borð í björgunarbát Ísólfs, Árna Vilhjálmsson og var þá öðrum snúið við, skipum, bátum og þyrlu samkvæmt tilkynningu Landsbjargar. Fólkið var samkvæmt tilkynningu flutt í land og varð ekki meint af þessu óhappi. Í kjölfarið fór áhöfn Árna Vilhjálms aftur á slysstað og náði að koma bátnum á réttan kjöl og draga til hafnar. Aðgerðum í Seyðisfirði var lokið upp úr þrjú í nótt. Fjögur útköll vegna strandveiðibáta Síðar, í morgun, bárust svo með skömmu millibili fjögur útköll vegna strandveiðibáta í vandræðum. Fyrsta útkallið var vegna báts í Faxaflóa, skammt undan Syðra Hrauni, sem hafði orðið fyrir vélarbilun. Skipverji þurfti að drepa á vél bátsins ella hefði sjór flætt inn. Björgunarbáturinn Margrét Guðbrands frá Björgunarfélagi Akraness fór á vettvang og tók bátinn í tog og fer með hann til Akraness. Annað útkallið barst um tíu mínútum síðar vegna báts í Ísafjarðardjúpi sem var án vélarafls. Björgunarsveitin Kofri fór í það verkefni á nýjum björgunarbát sveitarinnar, Svan, og eru skipin nú í mynni Ísafjarðardjúps á leið til lands. Björgunarskipið Vörður II r nú á leið til hafnar á Patreksfirði í þéttri þoku en með fiskibátinn í togi.Landsbjörg Klukkutíma síðar, eða rétt upp úr klukkan átta, barst svo beiðni frá litlum fiskibát í mynni Patreksfjarðar, enn á ný vegna vélarbilunar. Björgunarskipið Vörður II hélt þegar út til aðstoðar og er nú á leið til hafnar á Patreksfirði samkvæmt tilkynningu í þéttri þoku en með bátinn í togi. Og rétt um níu í morgun barst svo fimmta útkallið, þegar áhöfn Hannesar Þ Hafstein, björgunarskipsins í Sandgerði var kölluð út vegna lítils fiskibáts sem staddur var vestur af Syðra Hrauni með bilaða vél.
Björgunarsveitir Sjávarútvegur Múlaþing Vesturbyggð Akranes Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Strandveiðar Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira