„Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 18:52 Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna. vísir/sigurjón Forstjóri Grundarheimilanna segir hjúkrunarheimili ekki hafa efni á því að missa starfsfólk sem skortir íslenskukunnáttu. Um sé að ræða starfsfólk sem sé hreinlega ekki hægt að vera án. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem er skorað á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Formaður félagsins sagði skort á íslensku bitna á bæði þeim sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. Góður og mikilvægur hópur Forstjóri Grundarheimila segist skilja vel þá viðleitni að vilja auka íslensku í starfsumhverfinu. Sú leið sem rætt er um sé þó að nokkru leyti óraunhæf. „Ég skil alveg pælinguna og meininguna. Ég skil hvað þau eru að fara. Þau eru að horfa á löndin í kringum okkur þar sem þetta hefur verið gert. Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu. Þetta er góður og mikilvægur hópur sem hingað kemur til að sinna þessum störfum. Við gætum hreinlega ekki verið án hans, svo það skiptir máli að taka vel á móti hópnum og ég er ekki alveg viss um að þetta sé rétta leiðin til þess.“ Langflestir geti bjargað sér á íslensku Hlutfallslega stórt hlutfall hjúkrunarfræðinga á Grundarheimilum eru af erlendu þjóðerni. Langflestir af þeim geti bjargað sér á íslensku að sögn Karls. „Langflestir eru bara mjög flottir fagmenn og ná að sinna sínum störfum bara mjög vel með stuðningi aðstoðarmanna í hjúkrun og annarra samstarfsmanna á hjúkrunarheimilinu. Ég vil ekki meina að þetta sé til mikilla vandræða. Þetta byggist allt á samskiptum. Þannig að auðvitað er það æskilegast að hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum tali góða íslensku.“ Að mati Karls færi best á því að ríkið myndi tryggja íslenskukennslu fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga samhliða störfum þeirra. „Að umgjörðin sé þannig að það sé tryggt að þessi hópur hafi möguleika á að komast til starfa sem fyrst. Hvort sem það sé með umgjörð frá stjórnvöldum eða hinu opinbera að einhverju leyti, það skiptir máli.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira