„Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 12:08 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra tekur undir það með Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að bæta þurfi tungumálakunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga. Vegna mönnunarvanda sé það þó ekki raunhæfur kostur að neita starfsfólki af erlendu þjóðerni um starfsleyfi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“ Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á fimmtudag þar sem skorað er á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema þeir búi yfir íslenskukunnáttu. Forstjóri Grundarheimilanna sagði umrædda leið óraunhæfa. Stofnanir hafi ekki efni á því að missa erlenda hjúkrunarfræðinga. Skilyrðið þótti of strangt Alma Möller heilbrigðisráðherra segir það æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk búi yfir íslenskukunnáttu. Hún minnir á að fyrir árið 2023 hafi íslenskukunnátta verið skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis til hjúkrunarfræðinga sem komi hingað til lands frá ríkjum utan EES. Skilyrðið var síðar fellt niður. „Ástæðan mun hafa verið sú að þetta þótti of strangt miðað við þá erfiðleika sem uppi voru varðandi mönnun en í staðinn voru kröfurnar settar á vinnuveitendur. Auðvitað getur það verið mismunandi eftir því hvaða starfi viðkomandi sinnir, hversu mikla íslensku æskilegt er að viðkomandi kunni.“ Skoða þarf betur hvernig kröfurnar verði útfærðar Hún nefnir til að mynda tveggja ára aðlögunar- og íslenskunámskeið sem stendur erlendum hjúkrunarfræðingum Landspítalans til boða. Mörg hjúkrunarheimili bjóði einnig upp á svipaða þjónustu fyrir starfsmenn. „Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að vera meiri íslenskukunnátta en nákvæmlega hversu víðtækar kröfur og hvar þær liggja þarf að skoða betur.“ Alma ítrekar jafnframt þingsályktun um málefni íslenskrar tungu sem var samþykkt nýlega. Þar er fjallað um að bjóða upp tungumálakennslu í auknum mæli fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Ómögulegt sé að segja til um hve oft heilbrigðisþjónusta er veitt á ensku og er Ölmu ekki kunnugt um mistök sem hafa orðið vegna tungumálaörðugleika. „Ég veit að sumar stofnanir hafa þann háttinn á að skjólstæðingur er upplýstur um að það sé heilbrigðisstarfsmaður sem tali ensku. Þá þarf fólk bara að gefa upp hvort það treysti sér til þess. Auðvitað í fullkomnum heimi, væri best að allir töluðu góða íslensku en það er ekki raunhæft.“
Stéttarfélög Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira