Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. maí 2025 13:01 Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kórar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun