Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. maí 2025 20:33 Landsmenn hafa notið sólarinnar undanfarna daga. Vísir/Anton Íslendingar nota fæstir nægilega mikla sólarvörn að mati lækna sem vara við því að það geti tekið óvarið fólk skamman tíma að brenna þessa dagana. Slíkt getur haft alvarleg áhrif síðar. Þeir hvetja fólk til að bera á sig sólarvörn og velja hana vel. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“ Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarið sem hafa verið duglegir að njóta hennar. Læknar segja mikilvægt að fólk hugi vel að því þessa dagana að verja sig gegn sólargeislum og passi sérstaklega vel upp á börnin. „Það tekur ekki nema fimmtán til tuttugu mínútur að brenna ef þú ferð með alveg óvarða íslenska húð í út í sól sem kemur svona skyndilega að vori. Það er enn verra fyrir börn að brenna varðandi hættu á krabbameini og svoleiðis,“ segir Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir yfirlæknir á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans segir fólk geta sólbrunnið á skömmum tíma í veðri líkt og hefur verið síðustu daga.Vísir/Bjarni Þannig geti mikil vera í sól aukið líkur á ýmsum gerðum húðkrabbameina og hraðað öldrun húðarinnar. Sólarvörn, höfuðföt, sólgleraugu og langermabolir séu því mikilvæg þessa dagana til að verja fólk. „Skaðinn kemur, hann sést ekkert strax, hann kemur í ljós seinna. Af því það hefur áhrif á það sem kallast elastín í húðinni og fleira sem veldur því þá að andlitið sígur þá og hrukkur og slíkt.“ Þá sé mikilvægt að fólk beri á sig viðurkennda sólarvörn sem ver bæði fyrir UVA og UVB geislum og að það sé gert rétt. Flestir noti ekki nægilega mikið af henni. „Fólk notar of þunnt lag en maður þarf að nota dálítið vel af vörunni til þess að hún skili tilskyldum árangri,“ segir Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum. Sunna Kristín Hannesdóttir sérnámslæknir í húðlækningum segir mikilvægt að bera vel af sólarvörn á sig en flestir beri ekki nógu þykkt lag af vörninni. Vísir/Bjarni Ef bestu sólarvarnir séu bornar rétt á geti þær varið fólk fyrir 97 prósentum af geislunum. „Auðvitað á fólk að njóta lífsins og fara út í sólina en bara passa upp á umgengnina og hvernig fólk hegðar sér og bara reyna fyrir alla muni að forðast sólbruna.“
Landspítalinn Veður Krabbamein Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira