Erlent

Dreifing hjálpar­gagna enn ekki hafin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vörubílar með hjálpargögn bíða þess að komast inn á Gasa. Hungursneyð er yfirvofandi á svæðinu.
Vörubílar með hjálpargögn bíða þess að komast inn á Gasa. Hungursneyð er yfirvofandi á svæðinu. Vísir/EPA

Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin.  Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki.

Ísraelar ákváðu á sunnudaginn var að heimila hjálpargögn inn á svæðið í takmörkuðu magni en Gasa hefur verið í herkví þeirra um margra vikna skeið. Sameinuðu þjóðirnar segja að hungursneyð sé yfirvofandi hjá íbúum svæðisins og því skipti höfuðmáli að koma hjálpargögnum til fólksins. Það hefur þó enn ekki gengið þrátt fyrir að trukkarnir séu komnir inn á svæðið. 

Ástæða þess er óljós að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins nú í morgunsárið en svo virðist sem hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafi ekki fengið leyfi enn frá ísrelska hernum til þess að ná í birgðirnar.


Tengdar fréttir

Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir

Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið.

Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Kærum og beitum Ís­rael við­skipta­banni!

Almennt viljum við öll og reynumst vel hvert öðru. Við köllum jafnvel ókunnugt fólk innan lands og utan systur okkar og bræður þegar við sýnum okkar bestu hliðar. Það líka þó að lönd, húðlitur, trúarbrögð o.fl. sé mismunandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×