Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir skrifa 21. maí 2025 09:32 Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Afstaða –félag um bætt fangelsismál og betrun var stofnað á Litla-Hrauni fyrir tuttugu árum. Félagið sem fyrst var stofnað utan um hagsmunamál fanga, eins og lengri útivist og betri aðstöðu í íþróttahúsi, hefur orðið að öflugu hagsmunafélagi sem berst fyrir bættum fangelsismálum á Íslandi. Verkefnin hafa þróast í takt við breytingar í samfélaginu, en markmiðið hefur ávallt verið skýrt: að stuðla að réttlátara og mannúðlegra refsivörslukerfi. Afstaða hefur verið mikilvægt þrýstiafl breytinga og bættra úrræða, og hefur ekki aðeins beint sjónum að málefnum fanga heldur einnig að mannréttindum jaðarsettra einstaklinga í samfélaginu. Afstaða samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Þar er að finna fagfólk með ólíka menntun, en sama áhuga á því að bæta aðstæður fanga og standa vörð um réttindi þeirra. Innan félagsins eru einnig jafningjar; fyrrverandi fangar sem með eigin lífsreynslu veita ómetanlega sýn á veruleikann innan fangelsa og hvernig hægt er að styðja aðra í sambærilegri stöðu. Jafningjar gegna lykilhlutverki í starfi Afstöðu. Milli þeirra hefur skapast traust og trúnaður sem fagfólki reynist oft erfitt að ná fram og mynda. Jafningjar hafa sjálfir farið í gegnum fangelsiskerfið og vita af eigin raun hvernig það er og geta þess vegna veitt stuðning sem byggir bæði á fyrri reynslu og skilningi. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum, hann hjálpar til við endurhæfingu, dregur úr einmanaleika og styrkir sjálfsmynd þeirra sem afplána. Rannsóknir sýna að jafningjastuðningur hefur jákvæð áhrif á velferð fanga, bæði meðan á afplánun stendur og í endurkomu þeirra í samfélagið. Jafningjastuðningur skilar sér fækkun afbrota, bætir líðan og hvetur til aukinnar samfélagslegrar þátttöku þeirra sem hans njóta. Það er því mikilvægt að persónulegri reynslu jafningja sé gert jafn hátt undir höfði og annarri sérfræðiþekkingu. Með starfi sínu hefur Afstaða sýnt að hægt er að breyta viðhorfum og hafa áhrif á úrbætur þegar kemur að málefnum fanga. Í tilefni af 20 ára afmæli félagsins verður haldin ráðstefna þar sem sjónum verður beint að þessum mikilvægu málefnum. Það er tilefni til að fagna en líka til að minna á að enn er verk að vinna. Höfundar eru Arndís Vilhjálmsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál og betrun.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun