Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 10:06 Carbfix fargar koltvísýringi með því að dæla honum ofan í berglög í borholum eins og þeirri sem sést á þessari mynd. Orkuveitan Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Viljayfirlýsingin á milli Norðurþings, hafna sveitarfélagsins, Orkuveitu Húsavíkur, Carbfix og Coda Terminal snýst um samstarf þeirra um uppbyggingu og rekstur svokallaðrar Coda Terminal-stöðvar á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Coda-stöðin er móttöku- og förgunarstöð fyrir gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. Aðilarnir höfðu áður skrifað undir fáorðaðri viljayfirlýsingu um áhuga á samstarfi en plaggið sem nú hefur verið skrifað undir gerir ráð fyrir að þeir ljúki mikilvægum þáttum í undirbúningi verkefnisins innan tólf vikna. Þannig á staðsetning mannvirkja og borgteiga, samskipta- og kynningaráætlun gagnvart íbúum og hagaðilum og áform um varmaöflun að liggja fyrir eftir þrjá mánuði. Undirbúningur matsáætlunar umhverfismats er þegar hafinn og gerir Carbfix ráð fyrir að henni verði skilað til Skipulagsstofnunar á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór í gegnum umhverfismat í Hafnarfirði Carbfix hætti við áform um að reisa Coda Terminal-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði þar sem verkefnið naut ekki pólitísks stuðnings í skugga háværra mótmæla hóps fólks gegn áformunum. Líkt og í Hafnarfirði er hugmyndin að Coda Terminal geti dælt niður allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári. Tækni Carbfix felst í því að koltvísýringi sem er leystur upp í vatni er dælt ofan í basaltberglög þar sem hann binst varanlega sem steindir. Fyrirtækið beitir tækninni við virkjanir sínar á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Markmiðið með Coda Terminal er að taka á móti koltvísýringi sem verður til við iðnaðarferli þar sem erfitt er að koma í veg fyrir losun í Evrópu. Kolfefnisföngun og förgun af þessu tagi er talin ein af forsendum þess að mannkynið nái markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar. Stöðin sem var áformuð í Hafnarfirði fór í gegnum umhverfismat. Skipulagsstofnun taldi ekki líklegt að hún hefði áhrif á vatnsból eða jarðskjálftavirkni en það var á meðal þess sem gagnrýnendur verkefnisins í Hafnarfirði héldu einna helst á lofti. Hins vegar lagði stofnunin til sautján skilyrði fyrir því að leyfi yrðu veitt fyrir stöðinni. Þau skilyrði vörðuðu flest vöktun og eftirlit með starfseminni en mörg þeirra voru staðbundin við aðstæður í Straumsvík og nágrenni. Auk Norðurþings hefur Carbfix gert viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um undirbúning Coda-stöðvar í Þorlákshöfn. Starfsemi PCC á Bakka í hættu Sveitafélagið segir í viljayfirlýsingunni að verkefni Carbfix falli vel að stefnu þess um að sjálfbærni og hringrásarhugsun fyrir atvinnuuppbyggingu innan þess. Coda-stöðin skapi ávinning fyrir sveitarfélagið, þar á meðal í formi nýrra og fjölbreyttra starfa og tekna af ýmsum gjöldum og þjónustu við verkefnið. Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Verksmiðjan glímir nú við bráðan rekstrarvanda og hafa forsvarsmenn hennar gefið það út að mögulega þurfi að stöðva framleiðslu hennar vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu.
Norðurþing Coda Terminal Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07