Samhjálp í kapphlaupi við tímann Lovísa Arnardóttir skrifar 21. maí 2025 10:11 Guðrún Ágústa segist orðin stressuð en er þó vongóð um að nýtt húsnæði finnist. Aðsend og Vísir/Vilhelm Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð. Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Samtökin hafa nú verið í virkri leit að húsnæði í rúmt heilt ár og hafa helst óskað þess að húsnæðið sé miðsvæðis vegna nálægðar við gistiskýli á Granda og Lindargötu. Auk þess er neyslurýmið Ylja rekið í nálægð við kaffistofuna. Kaffistofan hefur verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007 en opnaði upprunalega árið 1981 á Hverfisgötu og hefur Kaffistofan því verið starfrækt í meira en 40 ár. Á Kaffistofu Samhjálpar er boðið upp á heitan mat alla daga, allan ársins hring. „Við erum búin að vera að leita í meira en ár. Við erum í húsnæði sem var vitað frá upphafi að væri á þróunarsvæði þannig það er búið að gefa það út að það eigi að byggja þarna hótel og við höfum fengið uppsögn á leigunni,“ segir Guðrún Ágústa sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau hafi nú hálft ár til að finna nýtt húsnæði og koma því í stand. Hún segir skjólstæðingana þannig að þau verði að vera í göngufæri við gistiskýlin á Granda og Lindargötu. Þau séu á frábærum stað í dag og séu að horfa á það svæði, en líka til Granda og jafnvel upp að Skeifunni. „Við þurfum líka að vera á jarðhæð, við þurfum að hafa aðgengi. Við þurfum helst að vera ein í húsi. Eins skrítið og það er þá erum við ekki uppáhalds nágrannar flestra. Fólk er hrætt, kannski skiljanlega. En okkar skjólstæðingar eru bara venjulegt fólk eins og ég og þú,“ segir Guðrún Ágústa og að hópurinn sé alls ekki einsleitur. Á heimili en ekki fyrir mat Í þeirra hópi sé háskólamenntað, langskólagengið og harðvinnandi fólk sem sé einhverra hluta vegna heimilislaust eða á heimili og er svo fátækt að það á ekki fyrir mat. Hún segir starfsmenn og sjálfboðaliða útbúa og gefa um 200 til 250 máltíðir alla daga. Núverandi húsnæði er um 170 fermetrar en þau eru að leita að stærra rými til að geta þróað starfsemina þannig að það sé félagsráðgjafi á staðnum til dæmis. Kaffistofan er opin frá 10 til 14 flesta daga en á köldustu mánuðum ársins hefur opnunartíminn verið lengdur til 16.30. Gistiskýlin í Reykjavík eru opin frá 17 til 10. Mikill fjöldi kemur í Kaffistofuna á hverjum degi til að fá að borða. Sumir eru heimilislausir en aðrir eiga heimili en ekki fyrir mat. Vísir/Vilhelm Guðrún Ágústa segir fólk smeykt við að fá þau en þau séu góðir leigjendur. Þau sinni vel húsnæðinu sem þau fái. Húsnæðið sé mjög laskað sem þau eru í en það sé mikil alúð lögð í starfsemina. „Þá verður þessi þjónusta ekki til staðar,“ segir Guðrún Ágústa um það sem gerist ef ekki finnist nýtt húsnæði. Það sé ekki hægt að reka þjónustuna undir beru lofti. Hún segir þau tilbúin til að skoða lóðir þar sem hægt væri að flytja á einingahús sem væru rekin þar til skamms tíma. Á meðan væri hægt að finna hús sem myndi nýtast þeim til langs tíma. Best væri fyrir þau að geta keypt húsnæði þannig þau séu ekki á leigumarkaði. Guðrún Ágústa segir borgaryfirvöld vinna þetta með þeim auk þess sem hún hafi fasteignasala í málinu í að finna húsnæði. Orðin stressuð fyrir lokun Hún segir að þó það sé erfitt að finna húsnæði þá finnist fólki þetta nauðsynleg starfsemi. Bæði einstaklingar og fyrirtæki styrki þau mánaðarlega. „Það væri mjög slæmt fyrir okkur öll ef þetta færi. Við erum að gefa fólki að borða og veita þeim skjól. Það munar um 250 máltíðir á dag,“ segir hún og að muni vonandi ekki koma lokunar. Hún sé orðin stressuð en voni til þess að málið leysist tímanlega. Hægt er að hafa samband við Samhjálp hafi fólk ábendingar um mögulegt húsnæði.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Bítið Tengdar fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48 Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. 15. nóvember 2024 14:48
Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. 12. janúar 2024 08:48