Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar 21. maí 2025 15:00 Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ástandið á Gaza og aðgerðarleysi heimsbyggðarinnar eru lamandi. Ég skil ekki hvernig hægt er að drepa börn? Ég skil ekki heldur hvernig hægt er að standa aðgerðarlaus hjá á meðan börn eru drepin? Mér líður eins og veröldinni hafi verið snúið á hvolf. Öll þau gildi sem ég ólst upp við eru horfin. Allur sá lærdómur sem við þóttumst hafa dregið af seinni heimstyrjöldinni er orðinn að engu. Aðgerðarleysi Íslands Við sem erum svo til valdlaus öskrum okkur hás, grátum yfir endalausum myndböndum af látnum og limlestum börnum, öskrum meira og hærra, reynum að minna valdhafa á ábyrgð sína og fá þau til að gera allt sem þau geta til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. En ekkert gerist. Ísland hefur ekki enn tekið þátt í kæru Suður-Afríku gegn Ísrael, við höfum ekki sett viðskiptaþvinganir á Ísrael, og við höfum ekki verið nógu hugrökk til að vera fyrsta þjóðin sem sniðgengur íþrótta- og menningarsamstarf gegn Ísrael, t.d. með því að neita að taka þátt í Eurovision eða íþróttaviðburðum þar sem Ísrael keppir. En stjórnsýslan endurnýjaði hinsvegar samning sinn við Rapyd, ísraelskt fyrirtæki sem hefur síendurtekið lýst yfir fullum stuðningi við ísraelsk stjórnvöld. Þó íslenskir borgarar styðji Palestínu þá hefur íslenska ríkið ekkert gert til að styðja Palestínu, þvert á móti, eins og sést með nýtilkomnum 2 ára samningi ríkisins við Rapyd. Það er reyndar skref í rétta átt að utanríkisráðherra hefur hvatt ísraelsk stjórnvöld til ”að heimila tafarlaust aðgengi mannúðaraðstoðar inn á Gaza og gera stofnunum Sameinuðu þjóðanna og annarra hjálparsamtaka kleift að starfa á svæðinu” (Stjórnarráðið | Sameiginleg yfirlýsing 24 utanríkisráðherra vegna aðgengis að neyðaraðstoð á Gaza). Það er líka skref í rétt átt að Kristrún Frostadóttir segi að þolinmæðin gagnvart Ísrael sé á þrotum. Hvorutveggja er gott og blessað, þó seint sé. En orð hjálpa deyjandi börnum og almenningi á Gaza ekki. Nú þarf að grípa til aðgerða. Strax! Ástandið á Gaza í dag Í gær sagði Tom Fletcher, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum og neyðaraðstoð, að 14.000 börn myndu að öllum líkindum deyja á komandi 48 klukkustundum (þá höfum við væntanlega um 24 klst. til stefnu þegar þetta er skrifað) ef matur og neyðargögn kæmust ekki tafarlaust til fólksins á Gaza. UN warns 14,000 babies could die within 48 hours under Israel siege of Gaza | The Independent. Ísraelsk stjórnvöld hafa á síðustu klukkustundum hleypt nokkrum vörubílum með matvæli yfir landamærin, en hafa hinsvegar hindrað för þeirra þar, svo matur og hjálpargögn hafa enn ekki komist til fólksins sem þarf á þeim að halda (Dozens of trucks of humanitarian aid for Gaza still sitting at border entry | CBC News). Hjálpin hefur enn ekki borist til barnanna sem eru að deyja úr hungri og þorsta núna, í dag, á þessari mínútu. Hjálparleysi í beinni útsendingu Aldrei aftur, sagði hinn vestræni heimur eftir Helförina. Aldrei aftur. Og minna en öld er liðin og hryllingurinn hefur endurtekið sig. Núna horfum við á blóðbaðið í beinni útsendingu. Á hverjum degi sé ég látin börn. Sundurtætta líkama, limlesta kroppa, syrgjandi foreldra með líflaus börnin sín í fanginu. Grindhoruð börn stara á mig af skjánum, stórum innsokknum augum og ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólkið sem fer með völdin, fólk sem raunverulega getur breytt gangi mála, lætur sér nægja að láta orðin tala. Krafa um aðgerðir – strax! Hvernig getur siðmenntað samfélag horft upp á þegar börn eru sprengd, skotin og svelt? Erum við ekki öll samsek þegar við gerum ekki allt sem við getum til að bjarga börnum í hættu? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem þau geta til að þrýsta á Ísrael að hætta þjóðarmorðinu á Gaza. Setjum viðskiptaþvinganir á Ísrael, tökum þátt í ákæru Suður-Afríku og gefum frá okkur yfirlýsingu þess efnis að við munum ekki taka þátt í íþrótta- og menningarstarfi þar sem Ísrael tekur þátt. Sitjum ekki við orðin tóm, látum verkin tala. Grípum til aðgerða strax í dag! Höfundur er doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun