Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2025 10:03 Íbúar við Þrándheimsfjörð virða fyrir sér flutnigaskipið sem strandaði við hliðina á húsi í morgun. Vísir/EPA Aðeins örfáum metrum munaði að flutningaskip sem strandaði í Þrándheimsfirði í Noregi snemma í morgun rækist á íbúðarhús. Húsráðandi vaknaði ekki við að skipið sigldi í strand og segir uppákomuna meira fáránlega en ógnvekjandi. Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna. Noregur Skipaflutningar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Johan Helberg svaf svefni hinna réttlátu í timburhúsi sínu í Byneset við Þrándheimsfjörð þegar 135 metra langt flutningaskip sigldi upp í land, aðeins örfáum metrum frá horni hússins. Helbeg varð ekki var við neitt en hrökk hins vegar upp þegar nágranni hans, sem hafði orðið vitni að strandinu, hringdi dyrabjöllunni í miklu uppnámi. „Þetta var frekar fjarstæðukennt. Þegar ég leit út um gluggann var stefnið á risastóru skipi þarna,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Engar skemmdir urðu á húsinu aðrar en á leiðslu fyrir hitadælu þess. „Ef það hefði lent fimm metrum lengra til hægri hefði það runnið upp kletta og þá hefði húsið mitt líklega litið nokkuð öðruvísi út,“ segir Helberg við norska ríkisútvarpið. Flutningaskipið skemmdist ekki við strandið. Ekki tókst að losa það í fyrstu tilraun í morgun.Vísir/EPA Stímdi beint upp í land Nágranninn segist hafa vaknað við skip úti á firðinum um klukkan fimm að staðartíma í nótt. Hann sé vanur skipaumferð um fjörðinn en honum hafi þótt vélarhljóðið sérstaklega hátt. „Þannig að ég leit út um gluggann og sá bát stefna beint upp á strönd,“ segir Jostein Jørgensen. Skipið hafi verið á dágóðri siglingu og ekki sýnt nein merki um að það reyndi að breyta um stefnu þrátt fyrir að hann reyndi að öskra og blístra á það. Lögreglan segir að enginn grunur sé um að þeir sem stýrðu skipinu hafi verið ölvaðir. Sextán manna áhöfn var um borð. Þá virðist engar skemmdir hafa orðið á því. Reynt var að færa skipið í morgun án árangurs. Háflóð verður næst á níunda tímanum í kvöld. „Þetta var í raun og veru meira fáránlegt en ógnvekjandi,“ segir Helberg um uppákomuna.
Noregur Skipaflutningar Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira