Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 22. maí 2025 11:01 Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarfrí eru kærkomin hvíldartímabil fyrir börn eftir annasamt skólaár. En á sama tíma og börnin njóta þess að leika sér úti, ferðast með fjölskyldunni og slaka á, þá getur mikilvægi reglulegs lesturs gleymst, með afleiðingum sem eru ekki alltaf sýnilegar strax. Fjölmargar rannsóknir sýna að lestrarfærni barna getur hrakað á sumrin ef þau æfa sig ekki reglulega. Þetta sýnir sig berlega í lesfimiprófum næsta skólaárs. Lesfimi lækkar í flestum tilfellum að hausti en svo eru nemendur að sýna miklar framfarir að vori. Rannsóknir sýna að leshraði er mikilvægur þáttur í lesfimi, sem aftur hefur sterk tengsl við lesskilning. Þegar nemendur lesa hratt og án mikillar fyrirhafnar verður lesturinn sjálfvirkari, sem gefur heilanum svigrúm til að einbeita sér að innihaldi textans. Því getur aukinn leshraði stuðlað að betri lesfimi og þar með dýpri skilningi á því sem lesið er. Lesfimi þarf stöðugan stuðning Lestrarfærni er grunnur að öllu námi. Hún snýst ekki aðeins um að geta lesið texta – heldur líka um að skilja, túlka og nýta sér upplýsingar. Líkt og með íþróttaiðkun eða tónlist, þá minnkar færni ef hún er ekki þjálfuð. Börn sem lesa lítið yfir sumarið geta orðið eftirá í lestri miðað við jafnaldra sína og það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra og námsgetu næsta haust. Foreldrar skipta sköpum Foreldrar gegna lykilhlutverki í að viðhalda lestrarfærni barna. Þegar skóli er í fríi tekur heimilið við sem helsta námsumhverfið og þar skiptir máli að skapa aðstæður þar sem lestur er hluti af daglegu lífi. Það þarf ekki að vera flókið – að lesa saman kvöldsögur, heimsækja bókasöfn eða leyfa barninu að velja bækur sem það hefur áhuga á getur haft meiri áhrif en margir halda. Þar að auki geta þessar samverustundir orðið gæðastundir sem börnunum þykir vænt um. Skemmtilegar leiðir til að hvetja til lesturs Sameiginlegur lestur: Lesið saman og skiptist á að lesa. Þannig skapast notaleg stund og barn lærir með því að heyra hvernig fullorðnir lesa. Lestraráskoranir: Margir skólar og bókasöfn bjóða upp á lestraráskoranir yfir sumarið sem hvetja börn til að halda áfram að lesa. Þar vil ég sérstaklega benda á heimasíðuna www.sumarlestur.is en þar er að finna frábært efni sem hægt er að nota með börnunum í sumar. Valfrelsi: Leyfið barninu að velja bækur sem það hefur raunverulegan áhuga á – hvort sem það eru skáldsögur, fróðleikur,fréttir, myndasögur eða tímarit. Samræður um lestur: Spyrjið spurninga um það sem barnið er að lesa, hvetjið til umræðu og leyfið barninu að segja frá því sem það lærir eða upplifir í bókinni. Lestur er fjárfesting til framtíðar Þegar foreldrar styðja við lestur barna sinna, sérstaklega yfir sumartímann, eru þeir ekki aðeins að halda við færni heldur að byggja upp jákvætt viðhorf til náms og menningar. Reglulegur lestur eflir orðaforða, málskilning og einbeitingu og einnig ímyndunarafl og tilfinningagreind. Þetta er einföld en áhrifarík leið til að styðja við námsframvindu barna og undirbúa þau fyrir komandi skólaár. Því skiptir öllu máli að gera lestur að hluta af sumrinu – rétt eins og sól, ís og útileikir. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun