Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir heldur áfram að þjarma að ríkisstjórninni vegna styrkjamálsins. Daða Má var nóg boðið og sagði þetta ekki skipta neinu máli. vísir/anton brink/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í styrkjamálið svokallað. En það hefur verið talsvert til umræðu á þinginu að undanförnu. Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Guðrún sagði að fjármálaráðherra hafi ákveðið að falla frá fjárkröfu á hendur Flokki fólksins, það er að hann endurgreiddi styrk sem ætlaður er til stjórnmálaflokka, sem hann átti ekki rétt á. Hann hafði vanrækt að skrá flokkinn sem stjórnmálaflokk. Og því voru reglur brotnar þegar til úthlutunarinnar, 240 milljónir án þess að uppfylla skilyrði. Var Flokkur fólksins í góðri trú? Guðrún sagði að meðal röksemda Daða Más Kristóferssonar hafi verið að hann hafi sagt Flokk fólksins í góðri trú og hann hafi skort leiðbeiningar. Nú hefði komið á daginn að svo hafi alls ekki verið. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi fengið póst frá ríkisendurskoðun þar sem þetta var tíundað. „Hvernig réttlætir ráðherra ákvörðun sína og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa til nú, þegar forsendurnar hafa verið afhjúpaðar sem rangar,“ spurði Guðrún. Daði Már sagði að það hafi komið skýrt fram í máli hans og þeim ytri matsgerðum sem fjármálaráðuneytið fékk í tengslum við þetta mál að það snerist um hvort stjórnmálaflokkar mættu ætla að þessi skráning skiptu máli. Enda höfðu þeir tekið þátt í að semja lögin. Heldur hvort þetta hefði afleiðingar. „Þetta breytir því engu.“ Enginn flokkur uppfyllti skilyrðin þegar styrknum var úthlutað fyrst Guðrún sagði að í þeim álitsgerðum sem lágu fyrir hafi hvergi verið minnst á þau atriði sem sýndu bersýnilega fram á að flokkur fólksins hafi ekki verið í góðri trú. Ekkert er fjallað um yfirlýsingu formanns flokks fólksins að hún hafi vitað af því að hún þyrfti að ganga frá skráningunni. Þetta væri því skilyrði sem flokkurinn uppfyllti ekki. Ráðherra léti hjá líða að skoða þetta til að niðurstaða álitsgerðarinnar yrði hagfeld ríkisstjórninni. Guðrún spurði hvort ríkisstjórnin væri virkilega tilbúin varpa trúverðugleika sínum fyrir róða bara til að halda vafasömum ákvörðunum til streitu, sama hvað það kostir? Daði sagði að enginn flokkur á Alþingi hefði uppfyllt skilyrði laganna þegar þetta var afgreitt fyrsta sinni og það væri allur gangur á því hvernig skráningu var háttað. Það verklag hafi verið við lýði og alls ekki á sinni vakt.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira