Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 13:36 Atvik málsins áttu sér stað við Hvaleyrarvatn. Vísir/Arnar Ungur maður, á átjánda aldursári, var ásamt vinum sínum við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gær áður en hann varð fyrir ofbeldi af hálfu ósakhæfs pilts. Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“ Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Svona blasir mál við lögreglu sem var til umfjöllunar í dagbók lögreglu í morgun. Þar sagði að þrír ungir væru grunaðir um að ráðast á einn með spörkum og höggum, og honum verið ógnað með hníf. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú sé talið að einn árásarmaður hafi verið að verki. Grunaður árásarmaður er fjórtán ára gamall, og því ósakhæfur. Hann mun hafa komið á vespu á vettvang, og verið á staðnum ásamt tveimur öðrum. Í fyrstu tilkynningu til lögreglu hafi verið talað um að hann hafi sett hníf að hálsi þess sem varð fyrir árásinni, og síðan farið í burtu. Seinna var greint frá því að grunaði árásarmaðurinn hefði tekið hinn pilltinn niður og kýlt og sparkað í hann á meðan hann lá í jörðinni. „Þolandinn var náttúrulega í miklu sjokki eftir þetta allt saman,“ sagði Skúli, en pilturinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann mun hafa verið með áverka á hendi. Lögreglan hafi haft upp á grunuðum árásarmanni og hafa barnavernd og forráðamenn verið kölluð til. Óljóst sé hvað gerðist milli piltanna tveggja, en þeim hafi eitthvað lent saman. Mikilvægt að vinda ofan af þessari þróun Að sögn Skúla er málið í fullri rannsókn. „Þetta er alvarlegt mál þegar svona gerist. Það þarf að vinda ofan af þessari þróun. Við erum auðvitað í mikilli vinnu allt samfélagið í að reyna að snúa við þessari þróun,“ segir hann og vísar til hnífaburðar ungmenna. „Það er svo hættulegt að vera með þessi beittu vopn á sér sem hnífarnir eru.“
Hafnarfjörður Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira