Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:31 Sara Björk Gunnarsdóttir segir lífið í Sádi-Arabíu í vetur hafa verið ævintýri sem hún naut að upplifa, þrátt fyrir mikinn menningarmun. Vísir Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30