Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2025 17:31 Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Rekstur hins opinbera Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Neytendur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Sjá meira
Í morgun birti Viðskiptaráð „Skoðun“ sína á opinberum starfsmönnum, eða réttara sagt þeim kostnaði sem þau telja hljótast af því að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn eftir geðþótta. Þau telja að kostnaður hins opinbera sé á bilinu 30-50 milljarðar árlega vegna þessa. Þessar fjárhæðir eru úr lausu lofti gripnar en miða við að 5-7% af launakostnaði hins opinbera myndu sparast ef auðveldara yrði að reka starfsfólk. Mat þeirra á launakostnaði ríkis og sveitarfélaga er reyndar rúmum 40 milljörðum hærra en fjárlagafrumvarp ríkisins og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir árið 2025 gera ráð fyrir en látum það liggja á milli hluta. Þessi ágiskun um meint 5-7% af launakostnaði er ekki byggð á rökum heldur „mati“ ráðsins. Það mat er ekki rökstutt en vísað er til rannsókna annarra ríkja varðandi ráðningarákvæði á almennum vinnumarkaði sem ekki eru sambærileg við ráðningarákvæði á opinberum vinnumarkaði á Íslandi. Þessi meinti 30 til 50 ma.kr. kostnaður er því hugarleikfimi Viðskiptaráðs sem á ekkert skylt við raunveruleikann en vitnar helst til um fjörugt ímyndunarafl á skrifstofunni þeirra í húsi Samtaka atvinnulífsins. Í „Skoðuninni“ er birt kostulegt línurit yfir hlutfall opinberra starfsmanna af starfandi á vinnumarkaði og yfirskrift línuritsins er „Umsvif hins opinbera hafa fjórfaldast frá því áminningarskyldan tók fyrst gildi“ sem var árið 1954. Þetta er vægast sagt furðuleg framsetning. Frá árinu 1954 hefur íbúum landsins fjölgað um 250%, atvinnuþátttaka kvenna aukist gríðarlega, hlutfall 65 ára og eldri, sem er sá hópur sem þarfnast mestrar heilbrigðisþjónustu, farið úr 8% þjóðarinnar í 16% og erlendir ríkisborgarar eru nú tæplega 20% landsmanna en voru sárafáir í upphafi tímabilsins. Allt þetta hefur kallað á mun umfangsmeiri þjónustu af hálfu hins opinbera. Þá fer Viðskiptaráð rangt með fjölda opinberra starfsmanna. Þeir eru ekki þriðjungur allra starfandi heldur fjórðungur. Viðskiptaráð hefur stytt sér leið og horft til fjölda starfandi eftir atvinnugreinum í Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnugreinarnar heilbrigðisþjónusta og fræðslustarfsemi eru almennt taldar atvinnugreinar opinbera markaðarins en innan þessara greina starfar líka mikill fjöldi á almennum markaði. Í opinberri stjórnsýslu og í þessum tveimur greinum starfar þriðjungur allra á vinnumarkaði en þau starfa ekki öll á opinberum markaði. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands, sem unnar eru upp úr skattgögnum, starfaði fjórðungur vinnumarkaðarins hjá opinberum stofnunum árið 2024. Hin 75% störfuðu á almennum markaði. Svo má bæta því við að tvær af hverjum fimm konum á vinnumarkaði starfa hjá hinu opinbera og þær eru 70% opinberra starfsmanna. „Skoðun“ Viðskiptaráðs ber sannarlega nafn með rentu og útgáfan byggir á órökstuddum kreddum en ekki raunveruleikanum. Hins vegar má benda á að matvælaverð hefur nær þrefaldast síðan að fjöldi íslenskra fyrirtækja ákvað að stofna saman Viðskiptaráð og skráðu það í fyrirtækjaskrá þann 1. júlí 1995. Það mætti hafa þá „skoðun“ að kostnaði fyrirtækjanna sem að ráðinu standa við að greiða fyrir vinnu af þessu tagi hafi verið velt beint út í verðlag. Það er mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun þegar draga á ályktanir og meta orsakasamhengi. „Skoðun“ Viðskiptaráðs gæti sómt sér vel sem skólabókardæmi í tölfræði um að varast beri að rekja þróun mála til viðburðar alls ótengdum, í þessu tilfelli um sambandið milli áminningarskyldunnar og þróunar fjölda opinberra starfsmanna. Það er mikil mannekla í mörgum greinum opinberrar þjónustu og má þar nefna í heilbrigðis- og umönnunarþjónustu af ýmsu tagi, löggæslunni og á leikskólum sveitarfélaga. Því er velt upp í fullri vinsemd hvort þeim tíma sem varið er í ritun snepla eins og Viðskiptaráðs væri ekki betur varið í umönnun sjúkra og barna á vegum hins opinbera. Næga vinnu er að fá þar fyrir þá sem nenna að vinna. Höfundur er hagfrægðingur BSRB.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun