Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar 23. maí 2025 14:03 Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Íris Fanndal Flokkur fólksins Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin vísar til fleygra orða Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Fólki með margþættan geðrænan vanda áskotnast því miður oft moli með óbragði. Langvarandi geðfötlun er vandi alls samfélagsins , ekki bara þeirra sem lifa með henni. Í þessum efnum hefur skort úrræði frá upphafi. Sú sem hér skrifar hefur unnið með alvarlega geðfötluðum. Það kemur fyrst við kaunin að upplifa það þá eigin skinni hversu illa heilbrigðiskerfið hefur brugðist þessum hópi. Fólk með alvarlega geðfötlun tilheyrir einangraðasta hópi samfélagsins og hefur setið eftir þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum. Kerfið hefur brugðist þessum einstaklingum varðandi þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En af hverju hefur fólk með langvinna geðfötlun mætt úrræðaleysi til þessa? Er það vegna rangrar forgangsröðunar eða skeytingarleysis stjórnvalda? Tökum of algengt dæmi. Fullorðin einstaklingur glímir við geðklofa og geðhvörf. Þrátt fyrir lyfjameðferð með aðstoð ófaglærðs starfsfólks hefur sjúkdómurinn þróast til verri vegar. Hann er óvæginn, hleðst upp í brjósti og huga viðkomandi, rétt eins og tímasprengja. Einstaklingurinn býr mögulega í þjónustukjarna fyrir fatlaða eða á hjúkrunarheimili fjarri aðstandendum. Í alvarlegustu tilfellunum hjá óvörðum foreldrum eða jafnvel á götunni. Í öllum tilfellum ríkir mikil vansæld, ógn og skelfing, vegna ófyrirsjáanleika sjúkdómsins. Þarfnist geðfatlaður einstaklingur inngrips frá heilbrigðiskerfinu er lausnin bráðageðdeild. Þar er ástæða til innlagnar metin en hertari skilyrði sökum manneklu og húsnæðisskorts. Miklar líkur eru á að sjúklingurinn fái ekki innlögn og hann sé samdægurs sendur aftur í fyrri aðstæður . Oftar en ekki eru sterk róandi lyf þvinguð í viðkomandi áður en hann er sendur heim. Heima, hvar svo sem það er, bíður sama óvissan og ógnvekjandi ófyrirsjáanleikinn. Það eina sem hægt er að reikna með er að tímasprengjan heldur áfram að tifa. Kerfið brást þessum viðkvæmu þegnum fyrir löngu. Það var ekki að gerast fyrst núna, jafnvel þó ýjað hafi verið að því í þrálátri umfjöllun stjórnarandstöðunnar um lokun Janusar. Með þessum orðum er ekki gert lítið úr vanda þeirra sem nýttu sér þjónustu Janusar, alls ekki. Fólk sem býr við langvarandi geðfötlun hefur verið hornreka í samfélaginu um það er ekki deilt. Það á sama rétt og aðrir á varanlegu öruggu húsnæði og þeim lífsgæðum sem því fylgja. Um það er heldur ekki deilt en sá réttur hefur ekki verið nægilega virtur. Fólk sem glímir við illvíga geðsjúkdóma á rétt á þjónustu faglegs teymis sem hefur kunnáttu til að halda utan um og styðja eins og kostur er þegar sjúklingur fellur í hringiðu ranghugmynda og ofskynjana, sem annars gæti leitt til ógæfu, jafnvel manntjóns. Ríkisstjórn og stjórnarandstaða eiga að standa sameiginlega undir ábyrgð á því ófremdarástandi sem skapast hefur. Það þarf að finna varanlega lausn til handa þessum einum viðkvæmasta hópi þjóðfélagsins. . Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun