Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2025 18:32 Björn Daníel skoraði fyrra mark FH í kvöld Vísir/Anton Brink Áttundu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika. Fyrir leikinn var Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar en FH í 11. og næstsíðasta sætinu. Flestir höfðu því fyrirfram búist við öruggum sigri Breiðabliks en svo varð ekki. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill þar sem Blikar héldu boltanum en FH voru beittir í sínum sóknum. Það sást svo best á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar FH þarf einungis þrjár sendingar frá markverði til að skora mark. Kjartan Kári fékk þá boltann á vinstri kantinum og sendi hann fyrir þar sem Björn Daníel var einn og óvaldaður í teignum og skoraði í tómt markið. Vörn Blika leit ekki vel út þar en 1-0 forysta heimamanna var staðreynd. Sama var uppá teningnum við upphaf seinni hálfleiksins. Breiðablik fékk að dútla með boltann en sköpuðu sér ofsalega lítið. Á sama tíma voru skyndisóknir FH-inga hættulegar. Niðurstaðan varð því aftur sú að FH skoraði mark og aftur var það eftir fyrirgjöf Kjartans Kára. Fyrirgjöfin sveif í gegnum vörn Breiðabliks, beint í fæturnar á Sigurði Bjarti sem kláraði stutt færi vel. Heimamenn komnir nokkuð óvænt tveimur mörkum yfir og það verðskuldað. Fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan sanngjarn 2-0 sigur heimamanna. FH hefur þar með unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þeir stökkva þar með upp í 7. sæti deildarinnar. Breiðablik aftur á móti hafði ekki tapað í fimm leikjum í röð fyrir þennan en fá alvöru skell og mistekst þar með að stökkva í efsta sæti deildarinnar. Atvik leiksins Fyrsta markið kom rétt fyrir hálfleikinn og breytti hálfleiksræðum beggja liða gríðarlega. Markið sem var mjög einfalt að hálfu FH og fanta vel gert var líka klaufalega varist hjá Breiðablik. Þetta breytti leiknum algjörlega og setti hann á hvolf. Pressan jókst á Breiðablik en FH fékk trú á frammistöðu sína. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins eru nokkrar. Björn Daníel skorar auðvitað gott mark og sýnir enn og aftur hversu góður skallamaður hann er. Kjartan Kári var mjög hættulegur í hvert skipti sem hann sá boltann og endar með tvær stoðsendingar. Sigurður Bjartur var einnig lúsiðinn, barðist eins og ljón sem skilaði marki í dag. Skúrkar var öll vörn Blika sem leit mjög illa út í báðum mörkum FH. Í bæði skiptin kemst fyrirgjöf Kjartans Kára auðveldlega í gegnum miðverðina og Anton í markinu lítur líka illa út. Engin varnarmaður tekur ábyrgð á bolta eða manni og niðurstaðan þessu. Blikum vantar Damir! Dómararnir Jóhann Ingi og hann teymi stóðu sig vel að vanda. Flest stóru atvikin voru rétt, eina sem má skoða betur er vítið sem FH vildi fá í fyrri hálfleik. Höfðu góða stjórn á leiknum og ekkert uppá þá að klaga í dag. Stemningin og umgjörð Frábær mæting í Kaplakrika í kvöld og góð stemmning. Það var dálítið kalt sunnudagskvöld sem bauð upp á þennan fína fótboltaleik og því frábært að fá jafn góða mætingu. FH-ingar með allt uppá tíu að vanda þegar kemur að umgjörð. Viðtöl væntanleg. Besta deild karla Breiðablik FH
Áttundu umferð Bestu deildar karla lauk í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika. Fyrir leikinn var Breiðablik í þriðja sæti deildarinnar en FH í 11. og næstsíðasta sætinu. Flestir höfðu því fyrirfram búist við öruggum sigri Breiðabliks en svo varð ekki. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill þar sem Blikar héldu boltanum en FH voru beittir í sínum sóknum. Það sást svo best á lokamínútu fyrri hálfleiksins þegar FH þarf einungis þrjár sendingar frá markverði til að skora mark. Kjartan Kári fékk þá boltann á vinstri kantinum og sendi hann fyrir þar sem Björn Daníel var einn og óvaldaður í teignum og skoraði í tómt markið. Vörn Blika leit ekki vel út þar en 1-0 forysta heimamanna var staðreynd. Sama var uppá teningnum við upphaf seinni hálfleiksins. Breiðablik fékk að dútla með boltann en sköpuðu sér ofsalega lítið. Á sama tíma voru skyndisóknir FH-inga hættulegar. Niðurstaðan varð því aftur sú að FH skoraði mark og aftur var það eftir fyrirgjöf Kjartans Kára. Fyrirgjöfin sveif í gegnum vörn Breiðabliks, beint í fæturnar á Sigurði Bjarti sem kláraði stutt færi vel. Heimamenn komnir nokkuð óvænt tveimur mörkum yfir og það verðskuldað. Fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan sanngjarn 2-0 sigur heimamanna. FH hefur þar með unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þeir stökkva þar með upp í 7. sæti deildarinnar. Breiðablik aftur á móti hafði ekki tapað í fimm leikjum í röð fyrir þennan en fá alvöru skell og mistekst þar með að stökkva í efsta sæti deildarinnar. Atvik leiksins Fyrsta markið kom rétt fyrir hálfleikinn og breytti hálfleiksræðum beggja liða gríðarlega. Markið sem var mjög einfalt að hálfu FH og fanta vel gert var líka klaufalega varist hjá Breiðablik. Þetta breytti leiknum algjörlega og setti hann á hvolf. Pressan jókst á Breiðablik en FH fékk trú á frammistöðu sína. Stjörnur og skúrkar Stjörnur leiksins eru nokkrar. Björn Daníel skorar auðvitað gott mark og sýnir enn og aftur hversu góður skallamaður hann er. Kjartan Kári var mjög hættulegur í hvert skipti sem hann sá boltann og endar með tvær stoðsendingar. Sigurður Bjartur var einnig lúsiðinn, barðist eins og ljón sem skilaði marki í dag. Skúrkar var öll vörn Blika sem leit mjög illa út í báðum mörkum FH. Í bæði skiptin kemst fyrirgjöf Kjartans Kára auðveldlega í gegnum miðverðina og Anton í markinu lítur líka illa út. Engin varnarmaður tekur ábyrgð á bolta eða manni og niðurstaðan þessu. Blikum vantar Damir! Dómararnir Jóhann Ingi og hann teymi stóðu sig vel að vanda. Flest stóru atvikin voru rétt, eina sem má skoða betur er vítið sem FH vildi fá í fyrri hálfleik. Höfðu góða stjórn á leiknum og ekkert uppá þá að klaga í dag. Stemningin og umgjörð Frábær mæting í Kaplakrika í kvöld og góð stemmning. Það var dálítið kalt sunnudagskvöld sem bauð upp á þennan fína fótboltaleik og því frábært að fá jafn góða mætingu. FH-ingar með allt uppá tíu að vanda þegar kemur að umgjörð. Viðtöl væntanleg.