Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Árni Jóhannsson skrifar 24. maí 2025 21:46 Daði Berg skoraði tvö mörk í dag og var mjög góður í seinni hálfleik. vísir / anton brink Daði Berg Jónsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir Vestra í dag sem vann mjög góðan sigur á Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla á Kerecis vellinum í kvöld. Daði setti tvö mörk og var mikilvægur í uppspili liðsins. Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“ Besta deild karla Vestri Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Daði var spurður að því, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson skömmu eftir leik, hversu sætur sigurinn í dag hefði verið í ljósi fyrri hálfleiksins. „Hann var mjög sætur. Sérstaklega af því að við mættum ekki til leiks í upphafi leiks. Fyrstu tíu fimmtán vorum við bara off og þetta var bara vesen. Það var bara slökkt á okkur og svo bara í hálfleik vissum við hvað þurfti að bæta og við mættum hungraðir út og sýndum það.“ Hvað sagði Davíð Smári við sína menn í hálfleik? „Það er eiginlega ekki við hæfi barna“, sagði Daði og brosti út í annað áður en hann hélt áfram. „Hann sagði bara að við þyrftum að kveikja á okkur og það sem við vorum að gera væri ekki boðlegt. Við sýndum það síðan bara að við vissum hvað þyrfti að bæta og við gerðum það. Fyrstu tíu fimmtán vorum við ekki með en svo komumst við í stjórn á leiknum. Það vantaði herslumuninn á að skapa færi og það var bara eitt návígi án þess að við slyppum í gegn en það datt með okkur í seinni hálfleik.“ Daði Berg var lítið sjáanlegur í fyrri hálfleik en eins og allt liðið kveikti hann á sér. Henry spurði Daða að því hvað hann hafði gert öðruvísi í seinni hálfleik til að koma sér aftur inn í leikinn eftir að hafa verið farþegi í þeim fyrri. „Það eru kaldar kveðjur“, sagði Daði fyrst hlæjandi en hélt svo áfram: „Nei nei, ég er sammála þessu ég bara þurfti að núllstilla mig. Leikurinn er 90 mínútur og maður getur mætt af krafti í næsta leik.“ Daði er kominn með fjögur mörk á þessu tímabili og virðist njóta sín í þessu Vestra liði. „Þetta er geðveikt. Þetta er geggjaður hópur og það var tekið vel á móti mér. Þó þetta séu ekkert allt Íslendingar þá skiptir það ekki máli, þetta eru allt toppgaurar og það er geggjað andrúmsloft hérna fyrir vestan.“ Menn eru að tengja vel og það héldu einhverjir að þetta væri kannski einhverj blaðra sem myndi springa en það er ekki að gerast. „Nei, við erum búnir að fá á okkur fjögur mörk í átta leikjum. Það er engin tilviljun, við erum vel þjálfaðir í varnarleik og svo erum við með gæði fram á við til að skora eitt ef við fáum ekki mark á okkur. Við skoruðum þrjú í dag þar sem við fengum eitt mark á okkur.“ Í seinna marki sínu fagnaði Daði með því að taka sundtök á vellinum og var hann spurður út í það nánar. „Fyrra fagnið var stúdentshúfan en ég átti að vera að útskrifast í dag í bænum en ég er hér og það er eins og það er. Sundfagnið var smá spuni í því. Bjóst ekki við að skora tvö en það er bara svoleiðis.“
Besta deild karla Vestri Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti