Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar 25. maí 2025 07:01 Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skattar og tollar Þórir Garðarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um aukna tekjuöflun ríkissjóðs hefur sú hugmynd komið fram að hækka lægra þrep virðisaukaskatts – sem nær m.a. yfir mat, gistingu og ferðaþjónustu – til að „láta ferðamenn greiða meira“. Við fyrstu sýn virðist þetta einföld lausn, en staðreyndir sýna að slík aðgerð myndi hafa alvarleg áhrif á íslensk heimili, sérstaklega tekjulág heimili, og veikja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar – einnar af burðarstoðum efnahagslífsins. Gögnin tala sínu máli Í samanburði við 17 Evrópulönd er Ísland með hæsta meðalverð á gistingu – 25.662 krónur á nótt – og næsthæsta skattinn í krónum talið, eða 2.823 krónur á nótt. Þó virðisaukaskattur á gistingu sé 11%, svipuð meðalprósentu landanna, greiða ferðamenn á Íslandi um 950 krónum hærri virðisaukaskatt per nótt í krónum talið en í flestum öðrum löndum. Ísland er því nú þegar dýrt áfangastaður, bæði vegna hás verðlags og skatta. Hækkun VSK bitnar á heimilunum – ekki bara ferðamönnum Lægra þrepið er ekki „undanþáguþrep“, heldur nauðsynjaþrep sem var sett til að vernda grunnþarfir almennings – mat, gistingu og þjónustu sem allir þurfa. Hækkun á lægra þrepi VSK myndi hækka verð á þessum nauðsynjum. Tekjulág heimili, sem verja hlutfallslega stærri hluta tekna sinna í mat og grunnvörur, myndu finna mest fyrir áhrifunum. Samkvæmt mati OECD leggjast neysluskattar þyngst á lágtekjuhópa. Slík hækkun væri því fyrst og fremst almenn skattahækkun á heimili landsins – ekki markviss leið til að ná í auknar tekjur af ferðamönnum. Áhrif á ferðaþjónustuna og hagkerfið Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Ef skattar á veitingastöðum, gistingu og þjónustu eru hækkaðir enn frekar, mun það veikja samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum áfangastöðum. Færri ferðamenn koma – og tekjur ríkisins lækka. Til samanburðar gæti 10% fækkun ferðamanna þýtt allt að 15 milljarða króna tekjutap fyrir ríkissjóð, á meðan 10% fjölgun gæti skilað álíka viðbótartekjum. Hækkun VSK er áhætta sem ferðaþjónustan og íslenskt atvinnulíf hefur ekki efni á að taka. Auk þess mun hækkun á lægra þrepi VSK ýta undir verðbólgu og þrýsta á launahækkanir, sem eykur óstöðugleika í efnahagslífinu og dregur úr lífskjörum. Niðurstaða Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts er hvorki sanngjörn né skynsamleg leið til að láta ferðamenn greiða meira. Ferðamenn greiða nú þegar hátt verð á Íslandi. Slík hækkun myndi bitna mest á heimilum sem þegar eiga erfitt með að ná endum saman, veikja samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar og auka verðbólgu. Í stað þess að hækka VSK, ætti að leita markvissari leiða til að fjölga ferðamönnum, það eykur tekjur ríkissjóðs. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun