Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 12:12 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í viðtali á föstudag vegna þess sem miður hefur farið í landamæraeftirliti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir embættismönnum ekki um að kenna. Vísir Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“ Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“
Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent