Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2025 08:00 Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Okkur er of tamt að horfa bara á það sem aðskilur okkur og á þá hluti sem við erum ósammála um. Við drögum hvert annað sjálfrátt, eða ósjálfrátt, í dilka. Þetta er engum að kenna, heldur bara mannlegt eðli held ég. Því ber hins vegar ekki að neita að ýmislegt í ört breytilegu samskiptalandslaginu ýtir frekar undir þessa tilhneigingu í okkur. Hvort sem fólk er úr Vesturbænum (eins og ég) eða austan af fjörðum, úthverfum eða milli heiða, er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Við hjá Bændasamtökunum vildum minna á þessa einföldu staðreynd með auglýsingunum okkar en slagorðið „Við erum öll úr sömu sveit“ er ekki bara nostalgísk vísun í íslenska sögu, menningu eða einhverja baðstofurómantík. Ísland er lítið land, eyja í Atlantshafi, og Íslendingar eru lítil þjóð í stóra samhenginu og við eigum sameiginlega hagsmuni. Í ákveðnum skilningi er Ísland bara ein stór sveit og við sem hér búum, hvort sem við erum nýflutt til landsins eða getum rakið ættir okkar til Landnámu, eigum tengsl við þessa sömu sveit. Þetta bindur þræði okkar saman á marga vegu og þýðir líka að þótt oft megi skilja annað á opinberri umræðu höfum við sömu hagsmuna að gæta - líka þegar kemur að landbúnaði. Við erum að sjálfsögðu að taka þetta samtal út frá sjónarhóli bænda og þeirra sem starfa í matvælaframleiðslu á Íslandi. Mörgum bændum þykir sem skilningur og þekking á þeirra starfi mætti vera meiri meðal almennings og eflaust gengur það í báðar áttir. Bændasamtökin vilja því gera tilraun til að færa samtalið upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við viljum gera okkar til að stuðla að því að skilningur og þekking aukist. Við viljum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Þess vegna stígum við þetta skref og viljum gera okkar til að styrkja á ný tengsl bænda og almennings. Ég hvet líka fólk og fyrirtæki til að taka þátt í umræðunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Reynum að sjá það góða hvert í öðru og hvernig við reiðum okkur öll hvert á annað. Við sjáum strax hvað þessi nálgun getur haft mikil áhrif, til dæmis á góðum viðbrögðum framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda við auglýsingunni. Jákvæð samskipti byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Bændum er of oft stillt upp gegn neytendum á meðan sannleikurinn er sá, að sambandið er nánara en margur gerir sér grein fyrir. Hvert mjólkurglas, gúrkusneiðin, eggin, skinkusamlokan eða lærissneiðin á grillinu eru allt þræðir sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði - úr sömu sveitinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun