Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:32 Stephanie Case hljóp til sigurs í hundrað kílómetra hlaupi, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. @theultrarunnergirl Ofurhlauparinn Stephanie Case náði öllum að óvörum að vinna stærsta ofurmaraþon Bretlands, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum. Hlaup Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira
Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum.
Hlaup Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Sjá meira