Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 07:33 Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, segir Auður nú halda inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem séu í boði meðal sambærilegra lána. Vísir Auður, fjármálaþjónusta Kviku fyrir sparnaðarreikninga, hefur nú innreið sína á húsnæðislánamarkað og mun opna þessa nýju þjónustu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Þar segir að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Segir að áhersla verði lögð á einfaldleika og gagnsæi, hagstæð kjör og að styðja við eignamyndum fasteignaeigenda. „Frá og með deginum í dag mun Auður bjóða upp á hagstæð óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi við ákvörðun vaxta en vextir munu fylgja þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands að viðbættu föstu vaxtaálagi til þriggja ára í senn. Tvær leiðir í boði og ekkert uppgreiðslugjald Boðið verður upp á tvenns konar óverðtryggð húsnæðislán. Annars vegar lán sem henta þeim sem vilja hraðari eignamyndun og hins vegar þeim sem kjósa tímabundið léttari greiðslubyrði. Hægt verður að skipta um leið, til dæmis ef aðstæður fólks breytast eða vextir taka að lækka. Á vef Auðar verður hægt að fylgjast vel með þróun eignamyndunar í húsnæðinu eftir því sem lánið er greitt niður. Ekkert uppgreiðslugjald verður af lánum Auðar,“ segir í tilkynningunni. Velgengni og árangur Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að Auður hafi komið inn á markaðinn á sínum tíma með hæstu sparnaðarvexti sem hafi verið í boði fyrir almenning. „Nú fer Auður inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem eru í boði meðal sambærilegra lána. Velgengni og árangur Auðar síðustu ára hefur meðal annars leitt af sér að við getum nú veitt húsnæðislán á hagstæðum kjörum. Við viljum hjálpa fólki að eignast meira í húsnæðinu sínu og bjóðum því einungis upp á óverðtryggð lán með ákveðnum sveigjanleika. Þetta er fyrsta tegund lána sem Auður mun bjóða og við bindum vonir við að fólk í fasteigna- eða endurfjármögnunarhugleiðingum taki þessari nýjung vel,“ segir Ármann. Um Auði segir að með þjónustunni hafi frá upphafi verið lögð áhersla á að veita einfalda fjármálaþjónustu einungis á netinu og með litla yfirbyggingu en með því sé kostnaði haldið í lágmarki og svigrúm nýtt til að bjóða viðskiptavinum betri kjör. „Viðskiptavinir með sparnaðarreikninga hjá Auði eru nú vel yfir 50.000 og staða innlána rauf 100 milljarða múrinn á fimm ára afmæli Auðar í fyrra. Það hefur munað um áhrif Auðar á samkeppni á íslenskum innlánamarkaði en munurinn á innlánavöxtum og stýrivöxtum Seðlabankans minnkaði verulega eftir að Kvika hóf að bjóða uppá þjónustu Auðar. Uppsafnaður ábati almennings af hærri innlánsvöxtum vegna aukinnar samkeppni hefur verið áætlaður um 30 milljarðar króna frá stofnun Auðar,“ segir í tilkynningunni. Kvika banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku. Þar segir að Auður bjóði upp á húsnæðislán á „bestu kjörum sem bjóðast á breytilegum óverðtryggðum vöxtum“. Segir að áhersla verði lögð á einfaldleika og gagnsæi, hagstæð kjör og að styðja við eignamyndum fasteignaeigenda. „Frá og með deginum í dag mun Auður bjóða upp á hagstæð óverðtryggð húsnæðislán fyrir þau sem eiga meira en 45% í sinni eign. Vextir verða breytilegir, 8,5% til að byrja með, og eru það lægstu vextir sambærilegra lána á markaðnum í dag. Mikil áhersla er lögð á gagnsæi við ákvörðun vaxta en vextir munu fylgja þróun stýrivaxta Seðlabanka Íslands að viðbættu föstu vaxtaálagi til þriggja ára í senn. Tvær leiðir í boði og ekkert uppgreiðslugjald Boðið verður upp á tvenns konar óverðtryggð húsnæðislán. Annars vegar lán sem henta þeim sem vilja hraðari eignamyndun og hins vegar þeim sem kjósa tímabundið léttari greiðslubyrði. Hægt verður að skipta um leið, til dæmis ef aðstæður fólks breytast eða vextir taka að lækka. Á vef Auðar verður hægt að fylgjast vel með þróun eignamyndunar í húsnæðinu eftir því sem lánið er greitt niður. Ekkert uppgreiðslugjald verður af lánum Auðar,“ segir í tilkynningunni. Velgengni og árangur Haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku, að Auður hafi komið inn á markaðinn á sínum tíma með hæstu sparnaðarvexti sem hafi verið í boði fyrir almenning. „Nú fer Auður inn á húsnæðislánamarkað með lægstu húsnæðislánavexti sem eru í boði meðal sambærilegra lána. Velgengni og árangur Auðar síðustu ára hefur meðal annars leitt af sér að við getum nú veitt húsnæðislán á hagstæðum kjörum. Við viljum hjálpa fólki að eignast meira í húsnæðinu sínu og bjóðum því einungis upp á óverðtryggð lán með ákveðnum sveigjanleika. Þetta er fyrsta tegund lána sem Auður mun bjóða og við bindum vonir við að fólk í fasteigna- eða endurfjármögnunarhugleiðingum taki þessari nýjung vel,“ segir Ármann. Um Auði segir að með þjónustunni hafi frá upphafi verið lögð áhersla á að veita einfalda fjármálaþjónustu einungis á netinu og með litla yfirbyggingu en með því sé kostnaði haldið í lágmarki og svigrúm nýtt til að bjóða viðskiptavinum betri kjör. „Viðskiptavinir með sparnaðarreikninga hjá Auði eru nú vel yfir 50.000 og staða innlána rauf 100 milljarða múrinn á fimm ára afmæli Auðar í fyrra. Það hefur munað um áhrif Auðar á samkeppni á íslenskum innlánamarkaði en munurinn á innlánavöxtum og stýrivöxtum Seðlabankans minnkaði verulega eftir að Kvika hóf að bjóða uppá þjónustu Auðar. Uppsafnaður ábati almennings af hærri innlánsvöxtum vegna aukinnar samkeppni hefur verið áætlaður um 30 milljarðar króna frá stofnun Auðar,“ segir í tilkynningunni.
Kvika banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira