Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 13:49 Volodýmýr Selenskíj (t.v.) og Friedrich Merz (t.h.) við skrifstofur þýska kanslarans í Berlín í dag. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar ætla að hjálpa Úkraínumönnum að smíða langdrægar skotflaugar til þess að verjast árásum Rússa. Þetta sagði Friedrich Merz, nýr kanslari Þýskalands, þegar Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sótti hann heim í Berlín í dag. Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands var mótfallin því að styðja Úkraínumenn með langdrægum Taurus-skotflaugum af ótta við að stigmagna átökin við Rússa. Merz hefur aftur á móti boðað að skilyrði um drægi vopna sem Úkraínumenn fá verði afnumin. „Við viljum tala um framleiðslu og ætlum ekki að ræða það í smáatriðum,“ sagði Merz þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann ætlaði að gefa Úkraínumönnum Taurus-flaugar á blaðamannafundi þeirra Selenskíj í dag. Taurus-flaugarnar hafa allt að fimm hundruð kílómetra drægi og með þeim gætu Úkraínumenn ráðist á skotmörk djúpt inni í Rússlandi. Merz nefndi þær ekki með nafni en sagði að til stæði varnarmálaráðherrar ríkjanna skrifuðu undir minnisblað um langdrægar skotflaugar síðar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Rússar hafa hótað því að það hefði skaðleg áhrif á tilraunir til þess að ná friðsamlegri lausn í átökunum ef vesturveldin létu Úkraínumönnum langdrægar skotflaugar í té. Þeir hafa þó ekki sýnt mikinn friðarvilja til þessa og í reynd hunsað viðleitni Bandaríkjastjórnar og Úkraínumanna til þess að koma friðarviðræðum af stað í þessum mánuði. Gera allt til að stöðva friðarviðræður Selenskíj sakaði Rússa enn um að tefja friðarviðræður. Stjórnvöld í Kreml hefðu engin áform um að stöðva meira en þriggja ára gamalt stríð sitt gegn nágrönnum sínum. „Þeir leita stanslaust að ástæðum til þess að stöðva ekki stríðið,“ sagði Selenskíj á blaðamannafundinum með Merz. Þannig hefðu Rússar ekki enn fallist á fundarstað fyrir næstu umferð viðræðna. Lægra settir embættismenn hittust í Tyrklandi á dögunum en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lét ekki sjá sig þar þótt Selenskíj hefði ferðast þangað til að hitta hann. Úkraínski forsetinn segir ennfremur að Rússar hafi safnað saman um 50.000 manna herliði við landamærin að Sumy-héraði í norðanveðri Úkraínu. Gripið hafi verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir meiriháttar sókn þeirra þangað inn. „Stærsta og öflugasta herlið þeirra er núna á víglínunni í Kúrsk. Til þess að hrekja hermenn okkar úr úr Kúrsk og að undirbúa sókn gegn Sumy-héraði,“ segir úkraínski forsetinn. Nord Stream ekki tekin aftur í notkun Merz hét því í dag að ríkisstjórn hans gerði allt sem í hennar valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að Nord Stream 2-gasleiðslan sem skemmdarverk voru unnin á fyrir þremur árum yrði tekin aftur í notkun. „Við viljum halda áfram að auka þrýstinginn á Rússland,“ hefur þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle eftir kanslaranum.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira