„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2025 10:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls Vísir/HAG Þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bestudeild kvenna segir stöðu félagsins orðna grafalvarlega þegar kemur að meistaraflokkum félagsins í knattspyrnu. Í raun er knattspyrnudeildin stjórnlaus. Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti