Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 09:32 Landsréttur kvað upp dóm í máli Bergvins Oddssonar í gær. Vísir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira