Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 14:11 Paul Doyle mun sitja í gæsluvarðhaldi þar til réttað verður yfir honum. Facebook Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum. Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja. Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Paul Doyle, er 53 ára gamall, fyrrverandi landgönguliði og þriggja barna faðir. Hann var í gær ákærður í sjö liðum fyrir að keyra inn í þvöguna og slasa að minnsta kosti 79 manns. Hann er sakaður um að hafa ekið vísvitandi á fólkið. Hann var landgönguliði frá 1990 til 1994 en starfaði eftir það við tölvuöryggi og þjónustu. Saksóknarar sögðu mögulegt að Doyle yrði ákærður frekar á komandi vikum. Enn eigi eftir að ræða við fjölda fólks og fara yfir mikið magn sönnunargagna, samkvæmt frétt Sky News. Ákærurnar sem hafa verið lagðar fram snúa þó eingöngu að sex manns sem hann slasaði alvarlega en einn þeirra er enn á sjúkrahúsi. Dómarinn setti mikla tálma á fjölmiðla varðandi það hver fórnarlömbin sex eru og verða frekari takmarkanir teknar fyrir í næstu viku. Teiknuð mynd af Paul Doyle í dómsal í dag.AP/Elizabeth Cook Í frétt Guardian segir að Doyle hafi virst þreyttur og í ójafnvægi í dómsal í morgun. Þá hafi hann litið mjög fljótt á fjölda blaðamanna í salnum þegar hann var færður þangað inn en að öðru leyti mest litið til jarðar. Hann talaði eingöngu til að staðfesta nafn hans og fæðingardag. Ekki kom fram hvort hann hafi tekið afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Þá kom fram að hann á næst að mæta í dómsal í ágúst og að réttarhöldin sjálf eiga að hefjast í nóvember. Saksóknarinn sagði Doyle eiga að sitja í gæsluvarðhaldi. Bæði væri öryggi hans í hættu ef honum yrði sleppt lausum og sömuleiðis væri hætta á því að hann myndi reyna að flýja.
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55 Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07 „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 27. maí 2025 15:55
Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki. 26. maí 2025 22:07
„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. 26. maí 2025 19:46