Tvöfaldar tolla á innflutt stál og ál Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 07:56 Forsetinn tilkynnti í gær um tvöföldun tolla á innflutt stál og ál. Frá því að hann tók við í janúar hefur hann tilkynnt um fjölda tollahækkanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að Bandaríkin muni tvöfalda tolla á innflutt stál og ál, úr 25 prósent í 50 prósent. Breytingin tekur gildi næsta miðvikudag. Trump greindi frá þessu á baráttufundi í Pittsburgh í Pennsylvaníu. Þar sagði Trump að breytingin ætti að styrkja innlendan stáliðnað og framboð innanlands þannig þau þurfi ekki að treysta á kínverska framleiðslu. Fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar kemur fram að á sama fundi hafi Trump tilkynnt að fjárfesta ætti fjórtán milljörðum í stáliðnaðinn í samstarfi framleiðenda í Bandaríkjunum og Japan en sagði þó á sama fundi að enn ætti eftir að staðfesta samkomulagið. Í frétt BBC segir að fólk hafi, í tengslum við þetta samkomulag, mestar áhyggjur af því að lög um vinnuréttindi verði ekki tryggð í Japan. „Það verða engar uppsagnir og engum verkefnum útvistað, og allir stáliðnaðarmenn fá fljótlega vel verðskuldaðan fimm þúsund dollara bónus,“ sagði Trump á fundi með stáliðnaðarmönnum í Pittsburgh við mikinn fögnuð. Þá sagði hann einnig að hann hefði, með tollahækkunum í sinni fyrri forsetatíð, bjargað stáliðnaðinum með hækkun tolla og að hann ætlaði nú að gulltryggja hann með enn hærri tollum. Sala á stáli hefur minnkað síðustu ár og gróði minnkað sömuleiðis. Trump sagði í ræðu sinni að með því að hækka tolla í 50 prósent myndi hann tryggja að ekki væri hægt að líta fram hjá þeim. Minni eftirspurn eftir bandarísku stáli Í frétt BBC segir að bandarískur stáliðnaður hafi dregist saman síðustu ár og aukist í Kína, Indlandi og Japan. Fjórðungur alls stáls sem er notað í Bandaríkjunum er innflutt og það hefur reitt Trump hversu mikið bandarískur iðnaður hefur þurft að reiða sig á stál frá bæði Mexíkó og Kanada. Tilkynningin kom stuttu eftir að dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Trump fór út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir á fjölmörg ríki fyrr á árinu í skjóli laga um neyðarvald. Dómurinn var kveðinn upp í vikunni af Alþjóðaviðskiptadómi Bandaríkjanna í Manhattan en var umsvifalaust áfrýjað til æðri dómstóls af ríkisstjórn Trump og því er framhaldið óljóst. Ríkisstjórnin er sögð efast um hvort dómstóllinn hafi umboð til að dæma í málinu. Tvö mál voru til umfjöllunar samtímis hjá dómstólnum, eitt frá ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við Bandaríkin og annað frá bandalagi nokkurra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna. Ekki var í málsóknunum fjallað um tolla hans á innflutt stál og ál. Bandaríkin Japan Kína Indland Mexíkó Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þar sagði Trump að breytingin ætti að styrkja innlendan stáliðnað og framboð innanlands þannig þau þurfi ekki að treysta á kínverska framleiðslu. Fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar kemur fram að á sama fundi hafi Trump tilkynnt að fjárfesta ætti fjórtán milljörðum í stáliðnaðinn í samstarfi framleiðenda í Bandaríkjunum og Japan en sagði þó á sama fundi að enn ætti eftir að staðfesta samkomulagið. Í frétt BBC segir að fólk hafi, í tengslum við þetta samkomulag, mestar áhyggjur af því að lög um vinnuréttindi verði ekki tryggð í Japan. „Það verða engar uppsagnir og engum verkefnum útvistað, og allir stáliðnaðarmenn fá fljótlega vel verðskuldaðan fimm þúsund dollara bónus,“ sagði Trump á fundi með stáliðnaðarmönnum í Pittsburgh við mikinn fögnuð. Þá sagði hann einnig að hann hefði, með tollahækkunum í sinni fyrri forsetatíð, bjargað stáliðnaðinum með hækkun tolla og að hann ætlaði nú að gulltryggja hann með enn hærri tollum. Sala á stáli hefur minnkað síðustu ár og gróði minnkað sömuleiðis. Trump sagði í ræðu sinni að með því að hækka tolla í 50 prósent myndi hann tryggja að ekki væri hægt að líta fram hjá þeim. Minni eftirspurn eftir bandarísku stáli Í frétt BBC segir að bandarískur stáliðnaður hafi dregist saman síðustu ár og aukist í Kína, Indlandi og Japan. Fjórðungur alls stáls sem er notað í Bandaríkjunum er innflutt og það hefur reitt Trump hversu mikið bandarískur iðnaður hefur þurft að reiða sig á stál frá bæði Mexíkó og Kanada. Tilkynningin kom stuttu eftir að dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Trump fór út fyrir valdheimildir sínar þegar hann fyrirskipaði tollahækkanir á fjölmörg ríki fyrr á árinu í skjóli laga um neyðarvald. Dómurinn var kveðinn upp í vikunni af Alþjóðaviðskiptadómi Bandaríkjanna í Manhattan en var umsvifalaust áfrýjað til æðri dómstóls af ríkisstjórn Trump og því er framhaldið óljóst. Ríkisstjórnin er sögð efast um hvort dómstóllinn hafi umboð til að dæma í málinu. Tvö mál voru til umfjöllunar samtímis hjá dómstólnum, eitt frá ríkjum sem eiga í viðskiptasambandi við Bandaríkin og annað frá bandalagi nokkurra ríkisstjórna innan Bandaríkjanna. Ekki var í málsóknunum fjallað um tolla hans á innflutt stál og ál.
Bandaríkin Japan Kína Indland Mexíkó Kanada Skattar og tollar Donald Trump Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira