„Við erum engir rasistar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 19:14 Sigfús Aðalsteinsson er skipuleggjandi mótmælanna. Vísir/Viktor Freyr Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira