Valerie Mahaffey er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 10:47 Valerie Mahaffey lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á sínum ferli sem spannaði tæpa hálfa öld. Getty Bandaríska leikkonan Valerie Mahaffey, sem er einna þekktust fyrir leik sinn í Seinfeld og Aðþrengdum eiginkonum, er látin 71 árs að aldri. Hún lést í Los Angeles föstudaginn 30. maí eftir baráttu við krabbamein. Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020). Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Eiginmaður Mahaffey, leikarinn Joseph Kell, greindi frá andláti hennar í tilkynningu. Mahaffey fæddist 16. júní 1953 í Súmötru í Indónesíu og bjó þar til ellefu ára aldurs. Faðir hennar starfaði í jarðolíuiðnaði svo fjölskyldan ferðaðist töluvert, Mahaffey ólst upp í Indónesíu, Nígeríu og Stóra-Bretlandi. Fjölskyldan settist loks að í Austin í Texas þar sem Mahaffey útskrifaðist úr menntaskóla og fór í leiklistarnám. Mahaffey hóf leiklistarferil sinn á sviði í New York en færði sig fljótt yfir í sjónvarp. Mahaffey fékk hlutverk í sápuóperunni The Doctors, lék í heilum 104 þáttum í seríunni og var tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt. Næstu árin eftir það lék Mahaffey í fjölmörgum sjónvarpsþáttaröðum, yfirleitt sem gestaleikari eða í smærri hlutverkum, þar á meðal Quantum Leap, Newhart, Cheers og Seinfeld. Hún kom aðeins fyrir í þættinum „The Truth“ í Seinfeld en lék þar hina eftirminnilegu og tilgerðarlegu Patrice. Valerie með Emmy-styttuna fyrir Northern Exposure.Getty Tíunda áratuginn lék Mahaffey í spítaladramanu ER og hlaut Emmy-verðlaun árið 1992 fyrir leik sinn í grínþáttunum Northern Exposure. Eftir aldamót var Mahaffey orðin þekkt stærð, lék gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Ally McBeal, The West Wing, Law & Order: SVU, CSI, Hannah Montana, Grey's Anatomy og Glee. Þá lék hún í myndum á borð við Seabiscuit (2003) og Jack and Jill (2011). Þekktasta hlutverk Mahaffey er hins vegar án efa hin lævísa og siðblinda Alma Hodge, fyrsta eiginkona Orson Hodge (McLachlan), sem leikur stóra rullu í þriðju seríu Aðþrengdra eiginkvenna. Hodge er yfirleitt talin með betri illmennum Aðþrengdra eiginkvenna. Síðustu tíu ár fékk Mahaffey fjölda góðra hlutverka í þáttum á borð við Dead to Me, Young Sheldon og The Man in the High Castle auk þess sem hún lék á móti Tom Hanks í spennumyndinni Sully (2016) í leikstjórn Clint Eastwood og grínmyndinni French Exit (2020).
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira