Vopnaður heimagerðum eldvörpum Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2025 07:11 AP og skjáskot Átta eru sárir eftir að árásarmaður kastaði eldsprengjum að hópi fólks sem kom saman á torgi í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum til þess að krefjast þess að ísraelsku gíslunum á Gasa verði sleppt úr haldi. Hinir særðu, sem eru á aldrinum 52 til 88 ára hafa komið saman reglulega á torginu undanfarna mánuði og árásarmaðurinn er sagður 45 ára gamall Egypti, Mohamed Sabry Soliman. Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi. Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi.
Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira