Þér er boðið með, kæri félagi Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júní 2025 07:45 Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Sósíalistaflokki Íslands undanfarin misseri. Laugardaginn 24. maí var kjörin ný forysta sem sigraði með töluverðum yfirburðum. Aldrei hefur þátttaka verið jafn mikil á aðalfundi flokksins, sem ber skýr merki um aukinn áhuga á honum. Því má sannarlega fagna. Þau sem ekki hlutu kjör urðu skiljanlega fyrir vonbrigðum. Því hef ég fulla samúð með, enda er aldrei þægilegt að verða undir í kosningum. Sérstaklega fyrstu dagana eftir atburðinn þegar tilfinningarnar eru miklar. Nú er þó rúm vika liðin og tímabært að horfa fram á við. Það mætti fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar gera sem enn ýjar að því að valdarán hafi átt sér stað. Að þarna hafi átt sér stað ólýðræðisleg yfirtaka. Hann er kominn á hálan ís og ásakanir um svindl eða annarlegar hvatir gera lítið annað en að undirstrika þá gagnrýni sem var uppi um vinnubrögð og samskiptamáta fólks innan þáverandi forystu. Hann virðist grípa hvert tækifæri sem gefst til að afhjúpa sig enn frekar, en á samt erfitt með að skilja hvers vegna hann hlaut ekki brautargengi í kosningunum. Niðurstöðurnar voru skýrar og dylgjur um annað verða að teljast óheiðarlegar smjörklípur. Vonandi getum við horft til framtíðar og einbeitt okkur að uppbyggingu flokksins því af nógu er þar að taka. Umboð nýrrar stjórnar vannst á að vilja hennar til að efla starf flokksins og styrkja hann um land allt. Ef við viljum hjálpa til við þau markmið er mikilvægt að horfa fram á við og sjá hvar tækifærin liggja. Mikil áhersla verður lögð á virðingu í samskiptum, opna félagsfundi þar sem stjórnir eru í virku samtali við félagsmenn og stofnun svæðisfélaga sem mun hafa í för með sér meiri virkni um land allt. Tímar þess þegar öskrað var á fólk fyrir málefnalega gagnrýni eru liðnir. Hvað þá að það verði uppnefnt hýenur eða sagt vera „fórnarlömb eineltis í æsku” fyrir að vera ekki sammála forystunni í einu og öllu. Það er raunverulegur vilji til þess að fá ykkur sem flest á félagsfundi og til þátttöku í starfinu, sama hvaða skoðanir þið hafið. Mikið verður lagt upp úr því að eiga umræður í persónu augliti til auglits, þar sem við megum verið ósámmála án þess að vera fjandsamleh í garð hvers annars. Ég hvet þig, kæri lesandi, til að skrá þig í flokkinn og fylgjast með tilkynningum um tímasetningu næsta félagsfundar. Þú vilt alls ekki missa af honum. Hér getur þú skráð þig, kæri félagi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar