Verða boðaðir á fund lögreglu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 12:06 Egill Einarsson, Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi jr. og Auðunn Blöndal á sviði í höllinni um helgina. Vísir/Viktor Freyr Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ í Laugardalshöll um helgina þar sem mikill troðningur átti sér stað verða boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Skipuleggjendur hafa ekki gefið kost á viðtölum í dag en formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýnir þá harðlega og segir heppni að enginn hafi dáið. Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Örtröð myndaðist í Laugardalshöll um helgina á stórtónleikum útvarpsþáttarins FM95BLÖ þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamótttöku eftir tónleikana og einn lagður inn á sjúkrahús. Aðstandendur tónleikanna voru þeir Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egill Einarsson en skipulag var á vegum Nordic Live Events. Fréttastofa hefur ekki náð tali af aðstandendum það sem af er degi en Björgvin Þór Rúnarsson eigandi Nordic Live Events baðst undan viðtali. Áður hafði hann sagt í tilkynningu að sér þætti málið miður og er sömu sögu að segja um Auðunn Blöndal sem sagði á samfélagsmiðlum glatað að heyra að fólk hefði meitt sig. Í svörum frá lögreglu til fréttastofu segir að skipuleggjendur verði boðaðir á fund vegna málsins í vikunni. Þar verði farið yfir skipulagið og það sem misfórst. Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara gagnrýndi skipuleggjendur harðlega í Bítinu. Gagnrýnir skipuleggjendur fyrir svör „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir,“ sagði Ísleifur Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítinu. „Þú getur ekkert verið að tala um það að tónleikarnir hafi gengið vel að öðru leyti. Ef þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og stór hluti gestanna er bókstaflega traumatised eftir að hafa farið á tónleika sem eiga að vera skemmtun, þetta eiga að vera bestu minnningar lífs þíns og þetta breytist í verstu minningar lífs þíns þá getur þú ekkert stigið fram og sagt það að þetta hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerðist, þetta var fyrirsjáanlegt miðað við hvernig þú skipulagðir tónleikana og þú klikkaðir.“ Augljóst sé að skipuleggjendur og aðstandendur tónleikanna hafi ekki tekið hlutverk sitt nægilega alvarlega, hólfaskiptingu hafi vantað alveg og öryggisgæsla ekki nægjanleg. Hann segir spurningar vakna um regluverkið og skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi. „Það er bara mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldari og þú tekur þitt hlutverk ekki alvarlega og þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Lögreglumál FM95BLÖ Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39