„Getum alveg fundið glufur“ gegn Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 13:00 Hildur Antonsdóttir segir Ísland þurfa að halda liðinu þéttu og finna réttu leiðirnar fram á við. vísir / lýður Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir segir Ísland alveg geta fundið glufur á franska liðinu sem spilar á fyrsta leikinn á nýjum Laugardalsvelli á morgun. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja áfram sæti sitt í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
„Við erum bara spenntar að spila á móti Frökkum hérna heima, á nýju grasi á Laugardalsvelli. Allir leikir í A-deild eru erfiðir en það hjálpar okkur bara að verða betra lið“ sagði Hildur í viðtali við Aron Guðmundsson sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hildur fyrir leikinn gegn Frakklandi Hildur var, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt með niðurstöðuna gegn Noregi síðasta föstudag. Ísland leiddi leikinn lengst af en þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli eftir sjálfsmark undir lokin. Ísland situr í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með fjögur stig, Noregur er þar fyrir ofan með fimm stig en Sviss er sæti neðar með tvö stig. Sviss og Noregur mætast á sama tíma og Ísland tekur á móti toppliði Frakklands á morgun. „Þær eru með mjög sterka einstaklinga innan síns liðs en ég held að við getum alveg fundið glufur þarna á milli. Við erum með frábæra leikmenn fram á við sem eiga að geta strítt þeim. Ef við höldum liðinu þéttu og finnum réttu leiðina fram á við eigum við að geta strítt þeim aðeins“ sagði Hildur um frönsku andstæðingana. Leikurinn verður sá fyrsti á nýjum Laugardalsvelli. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. „Nýtt gras og allt, þó það sé kannski smá leiðinlegt veður. Íslendingar eru nú vanir því, þannig að ég vona að sem flestir mæti og styðji við okkur“ sagði Hildur í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Miðasölu á leik Íslands og Frakklands má finna í hlekknum hér.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira