Sjúkraþyrlu sem allra fyrst, kerfi sem veitir lífsbjörg Gunnar Svanur Einarsson skrifar 2. júní 2025 13:00 Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar