Ef þetta er rétt – hvað er þá rangt? Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 2. júní 2025 13:48 Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun