Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 07:01 Myndavélum á toppi turnspírunnar er beint í allar áttir, að vegfarendum við Hallgrímskirkju. Allt til þess að draga úr hættunni á að góðir og grandvarir borgarar verði fyrir barðinu á fingralöngum vasaþjófum. Vísir/Anton Brink Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira