Börnin á Gaza eru ekki í fríi Bjarni Fritzson, Blær Guðmundsdóttir, Elías Rúni Þorsteinsson, Elísabet Thoroddsen, Gunnar Helgason, Linda Ólafsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir skrifa 3. júní 2025 10:31 Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Bráðum fara íslensk börn í sumarfrí. Þau fá að sofa út og slappa af, þau geta farið út að leika sér í sólinni, skellt sér í sund eða í hjólatúr, þau geta horft á sjónvarpið eða lesið góða bók. Það er fjölmargt í boði. Þau eru í fríi. Börnin á Gaza fá ekkert frí. Þau búa ekki við þann munað að geta sofið áhyggjulaust út, slappað af og velt því fyrir sér hvað þau gætu gert skemmtilegt í dag. Við, undirrituð, tilheyrum nýkjörinni stjórn Síung, samtökum íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, sem hefur meðal annars það hlutverk að auka veg og vanda barnabókmennta og standa vörð um kjör höfunda. Barnabækur og barnamenning eru líf okkar og lifibrauð, ástríða og yndi. Í hvert sinn sem við setjumst niður og skrifum eða myndlýsum bækur höfum við börn landsins í huga. Við sköpum ekki í tómarúmi eða hálfkæringi, af gróðahug eða til þess eins að geðjast barninu í okkur sjálfum. Við lítum til barnanna í samfélagi okkar og rýnum í það hvað þau vilja lesa, sjá og spegla sig í og hvert þau vilja ferðast í huganum. Börnin sjálf, þeirra reynsluheimur, sjónarhorn og hugðarefni eru okkur ávallt efst í huga. En íslensku börnin sem lesa bækurnar okkar, sem fá frí til að fara í sund og út á leikvöll í friði og velsæld eru ekki einu börnin sem eru okkur efst í huga. Börnin á Gaza eru okkar börn. Börnin á Gaza vilja líka róla hátt og hlæja dátt, borða, drekka, leika, hlaupa, hjóla, synda, lesa og lifa. Þau vilja lifa og eiga rétt á að lifa, rétt eins og okkar börn. Á meðan heimurinn rökræðir skilgreiningar á þjóðarmorði og gyðingaandúð fær Ísrael bæði rými og leyfi til að murka lífið úr börnum og öðrum saklausum borgurum, svelta þá, útsetja fyrir sjúkdómum og jafna heimili þeirra við jörðu. Framtíð heillar þjóðar er þurrkuð út þegar börn hennar eru drepin. Við fordæmum þjóðarmorðið, stríðsglæpina og landránið sem á sér stað á Gaza. Við fordæmum máttlaus viðbrögð stjórnvalda okkar og alþjóðasamfélagsins við stigvaxandi og blygðunarlausu ofbeldi sem á sér stað í beinni útsendingu. Ekki er hægt að skýla sér á bak við það að við höfum ekki vitað, ekki séð, ekki verið vitni. Við erum öll vitni og í aðgerðaleysi okkar erum við öll samsek. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópubandalagið og Amnesty International hafa öll lýst því yfir að um þjóðarmorð sé að ræða. Jafnvel NATO er loksins búið að setja Ísrael afarkosti. En tíminn líður. Börnin á Gaza eru að deyja og geta ekki beðið lengur. Lönd heimsins þurfa að taka sig til strax og láta verkin tala. Þau þurfa að hætta að líta undan og láta glepjast af lygum og yfirbreiðslu. Þau þurfa að stöðva sölu og flutning á vopnum til Ísraels, slíta stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, beita þvingunaraðgerðum og sniðgöngu, grípa inn í með hernaði og sækja til saka stríðsglæpamennina fyrir þetta óyggjandi og viðurstyggilega þjóðarmorð. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í þessari baráttu og láti sér ekki nægja að vonast eftir vopnahléi, harma bara og fordæma. Það er engin afsökun að við séum smáríki í ballarhafi, langt frá átökunum – okkur ber lagaleg skylda til að stöðva og grípa til refsinga, samkvæmt þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Höfundar sitja í stjórn SÍUNG.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun