Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 10:38 Íslenska kvennalandsliðið æfði á nýju grasi Laugardalsvallar í gær. Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira