Sjónvarpsútsending yfir þjóðsöngnum: „Pínlegt fyrir okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. júní 2025 20:55 Stuðningsfólk franska landsliðsins gat fagnað í leikslok, en hafði ekkert sérstaklega gaman að því þegar sjónvarpsútsending og annað lag ómaði yfir franska þjóðsöngnum. Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Frökkum í Þjóðadeild UEFA á nýjum Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar stóðu vel í öflugu liði Frakka framan af leik, en í síðari hálfleik spiluðu gestirnir með íslenska vindinn í bakið og tóku í raun öll völd eftir hlé. Sigur þeirra var því nokkuð verðskuldaður og var þetta tíundi leikur íslenska liðsins í röð án sigurs. Fyrir leik var þó mikil hátíð, enda verið að vígja nýtt blendingsgras, svokallað hybrid, á Laugardalsvelli. Hljómsveitin Húbbabúbba flutti nokkur lög og dansatriði voru sýnd við nýja grasið. Þegar kom að því að huga að því að hefja leikinn sjálfann fór hins vegar eitthvað úrskeiðis. Þegar spila átti La Marseillaise, þjóðsöng Frakka, virtust fleiri en einn sleði á stjórntækjunum vera uppi og ofan í þjóðsönginn ómaði annað lag, sem og útsending RÚV, þar sem leikurinn var sýndur. Eðlilega höfðu leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk franska liðsins lítinn húmor fyrir þessu atviki og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það hafi verið pínlegt að hlusta á þetta. „Ég náttúrulega skildi ekkert hvað var í gangi. Rétt fyrir þjóðsönginn heyrði maður í þeim á RÚV og ég skildi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik kvöldsins. „Þetta er auðvitað bara pínlegt fyrir okkur, en þetta er samt sem áður bara mál sem kemur mér ekkert við.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Íslensku stelpurnar stóðu vel í öflugu liði Frakka framan af leik, en í síðari hálfleik spiluðu gestirnir með íslenska vindinn í bakið og tóku í raun öll völd eftir hlé. Sigur þeirra var því nokkuð verðskuldaður og var þetta tíundi leikur íslenska liðsins í röð án sigurs. Fyrir leik var þó mikil hátíð, enda verið að vígja nýtt blendingsgras, svokallað hybrid, á Laugardalsvelli. Hljómsveitin Húbbabúbba flutti nokkur lög og dansatriði voru sýnd við nýja grasið. Þegar kom að því að huga að því að hefja leikinn sjálfann fór hins vegar eitthvað úrskeiðis. Þegar spila átti La Marseillaise, þjóðsöng Frakka, virtust fleiri en einn sleði á stjórntækjunum vera uppi og ofan í þjóðsönginn ómaði annað lag, sem og útsending RÚV, þar sem leikurinn var sýndur. Eðlilega höfðu leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk franska liðsins lítinn húmor fyrir þessu atviki og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir að það hafi verið pínlegt að hlusta á þetta. „Ég náttúrulega skildi ekkert hvað var í gangi. Rétt fyrir þjóðsönginn heyrði maður í þeim á RÚV og ég skildi ekkert hvað var að gerast,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leik kvöldsins. „Þetta er auðvitað bara pínlegt fyrir okkur, en þetta er samt sem áður bara mál sem kemur mér ekkert við.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira